Fara í efni

Starfsemi dagforeldra

Málsnúmer 202106171

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 23. fundur - 29.06.2021

Fræðslustjóri fer yfir stöðu dagforeldra er boðið hafa upp á þjónustu í Vonarlandi á Egilsstöðum og kynnti bréf frá fráfarandi dagforeldri. Þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar hefur ekki tekist að finna fólk til að taka við af þeim dagforeldrum sem hyggjast hætta starfsemi í Vonarlandi.

Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð Múlaþings - 31. fundur - 16.11.2021

Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti að foreldrar barna sem ná eins árs aldri og sótt hefur verið um leikskólapláss fyrir án þess að unnt hafi verið að bregðast við, geti sótt um framlag til sveitarfélagsins frá 1. nóvember 2021. Framlagið miðist við niðurgreiðslu til dagforeldra fyrir 7 tíma vistun skv. reglum um niðurgreiðslu Múlaþings til dagforeldra.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?