Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

31. fundur 16. nóvember 2021 kl. 12:30 - 15:42 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Elvar Snær Kristjánsson formaður
 • Guðný Margrét Hjaltadóttir varaformaður
 • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
 • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
 • Kristín Guðveig Sigurðardóttir aðalmaður
 • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
 • Ragnhildur Billa Árnadóttir aðalmaður
 • Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
 • Stefanía Malen Stefánsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
 • Marta Wium Hermannsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Formaður fór þess á leit að gerð væri breyting á útsendri dagskrá í samræmi við tölvupóst þar að lútandi. Óskað er eftir að bætt sé við sem lið 10 á dagskránni, liðnum "Gjaldskrár Múlaþings" þar sem afgreidd sé gjaldskrá félagsþjónustu 2022. Breytingin samþykkt samhljóða.

Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Bryndís Skúladóttir og Íris Birgisdóttir sátu fundinn undir liðum 1-3. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Þorbjörg Sandholt, Hrund Erla Guðmundsdóttir og Hrefna Hlín Sigurðardóttir sátu fundinn undir liðum 4-6. Þórunn Hrund Óladóttir, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla sat einnig fundinn undir liðum 4-5. Áheyrnarfulltrúar tónlistarskóla, Sóley Þrastardóttir og Friðrik Jónsson sátu fundinn undir lið 7.

Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir, varamaður Þórlaugar Öldu Gunnarsdóttur, áheyrnarfulltrúa M-lista, mætti í stað Þórlaugar, Halla Sigrún tók þátt í fundinum frá kl. 13:30.

1.Reglur leikskóla Múlaþings

Málsnúmer 202104188Vakta málsnúmer

Sumarlokun í leikskólum Múlaþings 2022 verður á tímabilinu 11. júlí til 12. ágúst 2022.

Til að koma til móts við þarfir foreldra varðandi 5. viku sumarleyfisins verður miðað við að það berist ósk um vistun fyrir að lágmarki 30% barna til að reynt verði að bregðast við og hafa opið fyrir þau börn 5. vikuna (8.-12. ágúst), að því tilskyldu að nægt starfsfólk fáist til starfa þá viku.

Fjölskylduráð ítrekar mikilvægi þess að kannað verði næsta haust hvernig framkvæmdin tekst og tekin ákvörðun um framhald þegar niðurstaðan liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál

Málsnúmer 202111016Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð tekur undir ályktanir bæjarráðs Árborgar og Sambands Íslenskra sveitarfélaga um að Sambandið "beiti sér fyrir fullri viðurkenningu ríkisvaldsins á leikskólastiginu sem menntastofnun með því að ríkisvaldið skilgreini sveitarfélögum tekjustofn til að standa straum af kostnaði við rekstur leikskóla frá lokum fæðingarorlofs".

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Byggingarnefnd nýs leikskóla í Fellabæ

Málsnúmer 202010479Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Fundargerðir skólaráðs Seyðisfjarðarskóla

Málsnúmer 202010631Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Kulnun í starfi

Málsnúmer 202111073Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð óskar eftir því að fræðslustjóri leiði umræðu meðal skólastjórnenda og starfsmanna skólaþjónustu um hvað sé til ráða til að bregðast við stöðu í skólunum. Málið verði tekið aftur fyrir á fundi fjölskylduráðs innan tíðar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Sjálfsmatsskýrsla Egilsstaðaskóli 2020-2021

Málsnúmer 202110086Vakta málsnúmer

Málinu frestað.

7.Húsnæðismál Tónlistarskólans á Egilsstöðum

Málsnúmer 202111078Vakta málsnúmer

Sóley Þrastardóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum fylgdi eftir samantekt um húsnæðissögu Tónlistarskólans á Egilsstöðum og sagði frá starfsemi skólans og ítrekaði mikilvægi þess að ekki verði dregið frekar að setja framkvæmdir vegna húsnæði skólans á framtíðaráætlun. Sóley minnti á að með því að bregðast við húsnæðisvanda Tónlistarskólans sé um leið brugðist við húsnæðisvanda í Egilsstaðaskóla og í Frístund við Egilsstaðaskóla.

Til kynningar.

8.Daggæslumálefni

Málsnúmer 202106171Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti að foreldrar barna sem ná eins árs aldri og sótt hefur verið um leikskólapláss fyrir án þess að unnt hafi verið að bregðast við, geti sótt um framlag til sveitarfélagsins frá 1. nóvember 2021. Framlagið miðist við niðurgreiðslu til dagforeldra fyrir 7 tíma vistun skv. reglum um niðurgreiðslu Múlaþings til dagforeldra.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Til kynningar.

10.Gjaldskrár 2022

Málsnúmer 202111059Vakta málsnúmer

Helga Þórarinsdóttir, verkefnastjóri hjá félagsþjónustu Múlaþings, kynnti fyrirliggjandi tillögur að gjaldskrám félagsþjónustunnar 2022.

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur að gjaldskrám en leggur til að daggjald aldraðra verði kr. 1100 árið 2022.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 15:42.

Getum við bætt efni þessarar síðu?