Fara í efni

Hreindýrakálfar - Ósk um aðkomu Múlaþings

Málsnúmer 202107013

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 28. fundur - 10.08.2021

Fyrir lá erindi frá Fannari Magnússyni þar sem farið er yfir fyrirhugað ferðaþjónustuverkefni er byggir á vistun hreindýrakálfa í landi Vínlands. Viðkomandi hreindýrakálfum var bjargað af Fljótsdalsheiði sl. vor og hafa verið í vörslu eigenda Vínlands síðan.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings lýsir yfir stuðningi við þá hugmynd eigenda Vínlands að framtíðarfyrirkomulagi er fyrirhugað er að kynna fyrir MAST.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 33. fundur - 28.09.2021

Fyrir lá, til upplýsingar, afrit af erindi Ásdísar Sigríðar Björnsdóttur, Björns Magnússonar og Fannars Magnússonar til umhverfisstofnunar varðandi heimild til vörslu tveggja hreindýra.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 87. fundur - 20.06.2023

Fyrir liggur erindi frá Hreindýragarðinum varðandi mögulegan stuðning sveitarfélagsins við óskum félagsins til umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytisins um leyfi til fjölgunar hreindýra í Hreindýragarðinum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að beina því til umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytis að brugðist verði við erindi Hreindýragarðsins sem fyrst þannig að hægt verði halda áfram þeirri áhugaverðu uppbyggingu og þróun sem fyrirhuguð er.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?