Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

28. fundur 10. ágúst 2021 kl. 08:30 - 10:40 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Óðinn Gunnar Óðinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Fjármál 2021

Málsnúmer 202101001Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti nokkur mál sem varða rekstur og fjármál sveitarfélagsins.

2.Fundagerð stjórnar skólaskrifstofu Austurlands 2021

Málsnúmer 202102105Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 07.07.2021.

Lagt fram til kynningar.

3.Sameiginlegur fundur Ungmennaráðs og Sveitarstjórnar

Málsnúmer 202102219Vakta málsnúmer

Fyrir lágu erindi er ungmennaráð kynnti fyrir sveitarstjórn á fundi 9. júní 2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings þakkar ungmennaráði fyrir þær ábendingar er koma fram í fyrirliggjandi erindum og vísar því er snýr að umhverfismálum til umhverfis- og framkvæmdaráðs til umfjöllunar og þeim er snúa að málefnum barna og íþróttaaðstöðu til fjölskylduráðs til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Ofanflóðavarnir undir Bjólfi á Seyðisfirði

Málsnúmer 202012052Vakta málsnúmer

Fyrir byggðaráði liggja undirritaðar tillögur frá Framkvæmdasýslu ríkisins að töku tilboða, annars vegar, í stálvirki vegna ofanflóðavarna undir Bjólfi á Seyðisfirði og, hins vegar, í framkvæmdir við Snjóflóðavarnir á Seyðisfirði / Aldan og Bakkahverfi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Byggðaráð Múlaþings samþykkir, að tillögu Framkvæmdasýslu ríkisins, að taka tilboði Reinforced Earth Company í verkið Earth reinforcement system for avalanche defenses Seyðisfjörður að fjárhæð kr. 297.443.104,-. Jafnframt samþykkir byggðaráð Múlaþings, að tillögu Framkvæmdasýslu ríkisins, að taka tilboði Héraðsverks ehf. í verkið Snjóflóðavarnir á Seyðisfirði / Aldan og Bakkahverfi að fjárhæð kr. 1.982.560.717,-.

Sveitarstjóra veitt umboð til að undirrita skjöl þessu tengd fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.cittaslow 2021

Málsnúmer 202101008Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá aðalskrifstofu Cittaslow, dags. 19.07.2021, þar sem aðildarfélög Cittaslow verkefnisins er hvött til að styrkja með fjárframlagi aðildarfélag í Belgíu (Chaudfontaine) er varð fyrir verulegu tjóni vegna náttúruhamfara (flóða) í sumar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með hliðsjón af fyrirliggjandi upplýsingum samþykkir Byggðaráð Múlaþings að veita til verkefnisins styrk að fjárhæð EUR 1.000,- sem skuli tekið af liðnum 21750 Vinabæjarsamskipti.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Hreindýrakálfar - Ósk um aðkomu Múlaþings

Málsnúmer 202107013Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Fannari Magnússyni þar sem farið er yfir fyrirhugað ferðaþjónustuverkefni er byggir á vistun hreindýrakálfa í landi Vínlands. Viðkomandi hreindýrakálfum var bjargað af Fljótsdalsheiði sl. vor og hafa verið í vörslu eigenda Vínlands síðan.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings lýsir yfir stuðningi við þá hugmynd eigenda Vínlands að framtíðarfyrirkomulagi er fyrirhugað er að kynna fyrir MAST.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Varanleg braut fyrir mótocross

Málsnúmer 202102098Vakta málsnúmer

Fyrir liggja frá Ríkiseignum drög að samningi um Vallanesafrétt sem og hnitaskrá, dagsett 9.7. 2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi um leigu á landeign ríkisins sem nefnt er Vallanesafréttur. Að höfðu samráði við Akstursíþróttafélagið Start er sveitarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins og jafnframt að láta ganga frá samningi við Akstursíþróttafélagið Start varðandi afnot af landinu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Athugasemdir vegna Stöðuleyfis, Stýrishús - Brú, Seyðisfirði

Málsnúmer 202107033Vakta málsnúmer

Fyrir lágu erindi frá íbúum á Seyðisfirði þar sem m.a. er óskað eftir útskýringum á því hvort, hvenær og af hverju veitt var leyfi fyrir stöðuleyfi Stýrishúss / Brú í nágrenni lónsins á Seyðisfirði. Jafnframt lágu fyrir gögn frá starfsmönnum sveitarfélagsins þar sem m.a. er farið yfir aðdraganda málsins sem og að lagt er til að ársleyfið verði framlengt með endurskoðunarákvæðum þar sem, sökum Covid, var ekki hægt að nýta leyfið innan fyrirliggjandi tímamarka.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings vísar málinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Erindi vegna listasafns fyrir alþjóðlega myndlist - Vogaland 5 Djúpavogi

Málsnúmer 202012050Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við fulltrúa Ars Longa varðandi samkomulag um nýtingu Vogalands 5 á Djúpavogi undir listasafn fyrir alþjóðlega myndlist.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir þá hugmynd að samkomulagi á milli Múlaþings og Ars Longa, samtímalistasafns ses, er sveitarstjóri kynnti og er sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Viðbragðsáætlun Múlaþings við heimsfaraldri inflúensu

Málsnúmer 202108014Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að viðbragðsáætlun Múlaþings við heimsfaraldri inflúensu.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?