Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

87. fundur 20. júní 2023 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir varamaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2023

Málsnúmer 202301003Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

2.Verklagsreglur fyrir fjallskilamál í Múlaþingi

Málsnúmer 202303064Vakta málsnúmer

Fyrir liggja yfirfarnar tillögur er varða verklagsreglur um fjallskilamál í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögur varðandi verklagsreglur fyrir fjallskilamál í Múlaþingi og felur verkefnisstjóra umhverfismála að koma þeim í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Raforkumál í dreifbýli

Málsnúmer 202101013Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 08.06.2023, varðandi raforkumál í dreifbýli og því beint til byggðaráðs að taka til umfjöllunar og vinna að fullri jöfnun á raforkuverði óháð búsetu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir með heimastjórn Fljótsdalshéraðs að vinna þurfi að fullri jöfnun á raforkuverði óháð búsetu. Sveitarstjóra falið að koma á fundi með forsvarsmönnum Rarik þar sem þetta mál verði tekið til umfjöllunar

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Kalt vatn í dreifbýli

Málsnúmer 202305081Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 08.06.2023, varðandi kalt vatn í dreifbýli og því beint til byggðaráðs að koma á viðræðum við stjórnvöld varðandi fyrirkomulag um stuðning við vatnsöflun í dreifbýli með öryggi að leiðarljósi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að koma framkomnum ábendingum varðandi vatnsöflun í dreifbýli á framfæri við stjórnvöld með ósk um viðræður varðandi mögulega lausn mála.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.GSM samband á Jökuldal

Málsnúmer 202305090Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 08.06.2023, varðandi GSM samband á Jökuldal og því beint til byggðaráðs að vinna að úrbótum á gsm sambandi á svæðinu í samstarfi við hagaðila.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að koma framkomnum ábendingum varðandi gsm samband á Jökuldal á framfæri við Fjarskiptasjóð, símafyrirtækin, Landsvirkjun og Neyðarlínuna með ósk um samráðsfund.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Erindisbréf nefnda

Málsnúmer 202206247Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar eru tillögur, er starfsmaður vann að ósk heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, varðandi leiðir til að auka skilvirkni við afgreiðslur umsagna og leyfisveitingar sem eru á borði heimastjórna.

Í vinnslu.

7.Hitaveita á Seyðisfirði

Málsnúmer 202110137Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skýrsla starfshóps um framtíðarrekstur hitaveitu á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings þakkar starfshópnum fyrir vandaða vinnu og felur fulltrúum í byggðaráði að kynna sér vel þær niðurstöður er fram koma í skýrslu starfshópsins. Niðurstöður starfshópsins verða síðan teknar til frekari umfjöllunar og afgreiðslu á fundi byggðaráðs 4. júlí nk.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Rýnifundur vegna snjóflóðanna á Austurlandi

Málsnúmer 202305149Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir frá fundum fulltrúa Múlaþings með fulltrúum almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra á Egilsstöðum kl. 09:00 mánudaginn 05.06.2023 og með fulltrúum RLS, björgunarsveita, Rauða krossins, Vegagerðarinnar, Slysavarnarfélagsins Landsbjörgu, Landsnets, Veðurstofunnar, Lögreglunnar á Austurlandi, Slökkviliðs, Fjarðabyggðar og Samkaupa á Eskifirði kl. 15:00 mánudaginn 05.06.2023.

Lagt fram til kynningar.

9.Orkuskipti. Samtal um nýtingu vindorku

Málsnúmer 202304120Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð, dags. 07.06.2023, frá fundi fulltrúa sveitarfélaganna Múlaþings, Fjarðabyggðar, Fljótsdalshrepps, Vopnafjarðarhrepps og Langanesbyggðar auk fulltrúa frá HEF, Austurbrú og lögmanns með sérhæfingu í Orkurétti.

Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir stjórnar HEF 2023

Málsnúmer 202302044Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar HEF veitna, dags. 13.06.2023.

Lagt fram til kynningar.

11.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir 2023

Málsnúmer 202301189Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð Almannavarnarnefndar Austurlands, dags. 13.06.2023.

Lagt fram til kynningar.

12.Kaupvangur 11, Bragginn

Málsnúmer 202211111Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá eigendum Elma Studio ehf. varðandi mögulega framtíðarstarfsemi í Bragganum að Kaupvangi 11 á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að mynda starfshóp sem hafi það verkefni að meta þá valkosti er komið hafa fram varðandi framtíðarstarfsemi í Bragganum og leggi tillögur fyrir byggðaráð. Starfshópurinn verði skipaður einum fulltrúa úr byggðaráði, einum fulltrúa úr umhverfis-og framkvæmdarráði, starfsmanni af atvinnu- og menningarsviði, starfsmanni af eignasviði og skrifstofustjóra Múlaþings sem mun kalla saman hópinn. Starfshópurinn skili af sér niðurstöðum til byggðaráðs í síðasta lagi í lok ágúst 2023. Tillaga að erindisbréfi starfshóps verði lagt fyrir til afgreiðslu á næsta fundi byggðaráðs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

13.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir, ráð og nefndir

Málsnúmer 202205380Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Dagmar Ýr Stefánsdóttur þar sem hún biðst lausnar frá störfum sínum sem aðalmaður í heimastjórn Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að verða við ósk Dagmarar Ýr Stefánsdóttur um lausn frá setu sem aðalmaður í heimastjórn Fljótsdalshéraðs. Í stað Dagmarar Ýr Stefánsdóttur tekur fyrsti varamaður í heimastjórn Fljótsdalshéraðs, Björgvin Stefán Pétursson, sæti sem aðalmaður í heimastjórn Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

14.Fjórðungsmót hestamanna 2023

Málsnúmer 202306087Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá framkvæmdanefnd Fjórðungsmóts Austurlands 2023 varðandi mögulegan stuðning sveitarfélagsins við fyrirhugað fjórðungsmót hestamanna sem haldið verður á Stekkhólma dagana 6.-9. júlí 2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að beina því til umhverfis- og framkvæmdasviðs að liðsinna mótshöldurum fyrirhugaðs fjórðungsmóts hestamanna eftir bestu getu. Jafnframt samþykkir byggðaráð að styrkja fyrirhugaðan viðburð með framlagi upp 600.000,- kr. sem skal tekið af lið 21510-9921 og er fjármálastjóra falið sjá um greiðslu framlagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

15.Hreindýrakálfar - Ósk um aðkomu Múlaþings

Málsnúmer 202107013Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Hreindýragarðinum varðandi mögulegan stuðning sveitarfélagsins við óskum félagsins til umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytisins um leyfi til fjölgunar hreindýra í Hreindýragarðinum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að beina því til umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytis að brugðist verði við erindi Hreindýragarðsins sem fyrst þannig að hægt verði halda áfram þeirri áhugaverðu uppbyggingu og þróun sem fyrirhuguð er.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

16.Umsókn um halda torfærukeppni í Ylsgrúsum við Mýnes 1. og 2. júlí 2023

Málsnúmer 202306070Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn til sveitarstjórnar til að halda torfærukeppni í Mýnesgrúsum dagana 1. og 2. júlí 2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Fyrir hönd sveitarfélagsins samþykkir byggðaráð Múlaþings að veita umbeðið leyfi með þeim fyrirvara að allra nauðsynlegra leyfa og trygginga verði aflað.

Samþykkt samhljóða án aktvæðagreiðslu.

17.Samráðsgátt. Drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024 - 2038

Málsnúmer 202306099Vakta málsnúmer

Fyrir liggur í Samráðsgátt til umsagnar drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024 - 2038.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra, í samráði við formenn heimastjórna, að vinna drög að umsögn um drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024 - 2038 sem verður lögð fyrir fund byggðaráðs 11.07.2023 til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?