Fara í efni

Ósk um umsögn, Svæðisskipulag Suðurhálendis, Skipulagslýsing

Málsnúmer 202107015

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 28. fundur - 11.08.2021

Skipulagslýsing vegna svæðisskipulags Suðurhálendis lögð fram til kynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð bendir á að Múlaþing, líkt og önnur sveitarfélög á Austurlandi, getur átt ríkra hagsmuna að gæta þegar kemur að gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið. Gildir það einkum hvað varðar áform um uppbyggingu flutningskerfis raforku og uppbyggingu vega á hálendinu. Ráðið hvetur til þess að við gerð svæðisskipulagsins verði haft samráð við sveitarfélög á Austurlandi um þessa þætti svo að sem mest samræmi verði milli áætlana landshlutanna hvað þetta varðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?