Fara í efni

Steinar 1 - Tilkynning um framkvæmd undanþegin byggingarleyfi

Málsnúmer 202107021

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 28. fundur - 11.08.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá ábúendum Steina 1 á Djúpavogi dags. 5. júlí 2021 um framkvæmdir á svæði sem tilheyrir verndarsvæði í byggð. Öll uppbygging skal taka mið af þeirri stefnu og skilmálum sem sett eru fram um svæðið í verndartillögu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að auglýsa fyrirhugaða framkvæmd í samræmi við ákvæði 4. mgr. 6. gr. laga nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð. Auglýst verði á heimasíðu sveitarfélagsins og í opinberu rými á Djúpavogi. Auglýsingatími verði tvær vikur. Að honum loknum verði málinu vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 15. fundur - 08.09.2021

Fyrir lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 11.08.2021, þar sem samþykkt er að auglýsa fyrirhugaða framkvæmd á svæði Steina 1 á Djúpavogi sem tilheyrir verndarsvæði í byggð. Einnig lá fyrir minnisblað frá ritara á umhverfis- og framkvæmdasviði, dags. 02.09.2021, þar sem fram kemur að engar athugasemdir bárust frá íbúum á kynningartíma. Umsögn hefur borist frá Minjaverði Austurlands. Þar kemur fram að framkvæmdir hafa ekki áhrif á menningarminjar og í ljósi þess eru ábendingar minjavarðar aðeins leiðbeinandi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að mati sveitarstjórnar er framkvæmdin ekki þess eðlis að varðveislugildi verndarsvæðisins sé stefnt í hættu eða rýrt. Því samþykkir sveitarstjórn Múlaþings,
með vísan til gildandi laga um verndarsvæði í byggð, að ábúendum Steina 1 á Djúpavogi verði heimilað að fara í framkvæmdir í samræmi við fyrirliggjandi umsókn dags. 05.07.2021. Jafnframt beinir sveitarstjórn því til umsækjanda að horfa til umsagnar minjavarðar og leiðbeininga við endanlega útfærslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Getum við bætt efni þessarar síðu?