Fara í efni

Lóðamál Fellabæ

Málsnúmer 202108049

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 29. fundur - 24.08.2021

Fyrir lá fyrirspurn frá Valþóri Druzin Halldórssyni varðandi það hvort mögulega sé til staðar áhugi hjá sveitarfélaginu til kaupa á lóðum í eigu fjölskyldunnar sem staðsettar eru í Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra til að ganga til viðræðna við umrædda lóðareigendur varðandi möguleg kaup sveitarfélagsins á allt að fjórum lóðum fjölskyldunnar í Fellabæ.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 30. fundur - 31.08.2021

Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi er hann átti ásamt framkvæmda- og umhverfismálastjóra með fulltrúa lóðareigenda í Fellabæ.

Í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 45. fundur - 22.02.2022

Fyrir lágu matsgerð varðandi lóðir Halldórs Vilhjálmssonar í Fellabæ, drög að kaupsamningi og afsal. Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum er fulltrúar sveitarfélagsins hafa átt við fulltrúa lóðareigenda á undanförnum mánuðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá kaupum á umræddum lóðum í Fellabæ á grundvelli mats.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 48. fundur - 22.03.2022

Fyrir lá samþykkt kauptilboð er sveitarfélagið Múlaþing gerði Halldóri Vilhjálmssyni í 2,52 ha. landspildu í Fellabæ er samanstendur annars vegar af skipulögðum lóðum sem skráðar eru í fasteignaskrá Þjóðskrár og hins vegar af lóðum sem ekki hafa verið formlega stofnaðar í fasteignaskrá en teljast að mestu hluti annarra lóða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá og undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins samning um kaup á umræddum lóðum. Kaupverð, kr. 20.400.000,-, skal greitt að fullu við afhendingardag 24. mars 2022.

Byggðaráð Múlaþings samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árið 2022 þar sem fram komi hvernig staðið verði að fjármögnun þess hluta kaupverðs er rúmast ekki undir liðnum Annað óskilgreint í samþykktri fjárfestingaráætlun fyrir árið 2022.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?