Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

48. fundur 22. mars 2022 kl. 09:00 - 11:30 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristjana Sigurðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2022

Málsnúmer 202201015Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins. Einnig lá fyrir fundarboð á aðalfund Ársala bs sem verður haldinn þriðjudaginn 29.03.2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Björn Ingimarsson sveitarstjóri fari með umboð Múlaþings á aðalfundi Ársala bs. er haldinn verður í fundarsal sveitarstjórnar að Lyngási 12 þriðjudaginn 29. mars 2022 kl. 10:00.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Dómur Héraðsdóms í máli nr. 92-2020

Málsnúmer 202203146Vakta málsnúmer

Fyrir lá dómur Héraðsdóms í máli nr. 92/2020.

Lagt fram til kynningar.

3.Fundagerðir stjórnar - Tækniminjasafn Austurlands

Málsnúmer 202111076Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð stjórnar Tækniminjasafns Austurlands, dags. 03.03.2022.

Lagt fram til kynningar.

4.Samningur um menningarstyrk vegna sumarsýninga Ars Longa

Málsnúmer 202203103Vakta málsnúmer

Fyrir lágu drög að samningi Múlaþings við Ars Longa um styrk vegna sumarsýninga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög, með áorðnum breytingum, að samningi um menningarstyrk vegna sumarsýninga Ars Longa þar sem ráð er fyrir þessu gert í samþykktri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Verkefnastjóra menningarmála Múlaþings er falið að ganga frá samningi á grundvelli fyrirliggjandi draga fyrir árin 2022-2024.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsögn um frv. um breytingar á sveitarstjórnarlögum (íbúakosningar

Málsnúmer 202203122Vakta málsnúmer

Fyrir lágu drög að umsögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum (íbúakosningar o.fl.) mál nr. 53/2022, dags. 12.03.2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings lýsir yfir stuðningi við þær áherslur er fram koma í drögum að umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum (íbúakosningar o.fl.) nr. 53/2022. Skrifstofustjóra falið að koma afgreiðslu byggðaráðs á framfæri við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags

Málsnúmer 202010010Vakta málsnúmer

Inn á fundinn undir þessum lið komu Aron Thorarenssen, lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi, Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri, og Sóley Valdimarsdóttir, ritari á umhverfis- og framkvæmdasviði, og gerðu grein fyrir tillögum að breytingum á samþykkt um stjórn Múlaþings.

Í vinnslu.


Gestir

  • Sóley Valdimarsdóttir - mæting: 10:30
  • Aron Thorarenssen - mæting: 10:30
  • Óðinn Gunnar Óðinsson - mæting: 10:30

7.Lóðamál Fellabæ

Málsnúmer 202108049Vakta málsnúmer

Fyrir lá samþykkt kauptilboð er sveitarfélagið Múlaþing gerði Halldóri Vilhjálmssyni í 2,52 ha. landspildu í Fellabæ er samanstendur annars vegar af skipulögðum lóðum sem skráðar eru í fasteignaskrá Þjóðskrár og hins vegar af lóðum sem ekki hafa verið formlega stofnaðar í fasteignaskrá en teljast að mestu hluti annarra lóða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá og undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins samning um kaup á umræddum lóðum. Kaupverð, kr. 20.400.000,-, skal greitt að fullu við afhendingardag 24. mars 2022.

Byggðaráð Múlaþings samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árið 2022 þar sem fram komi hvernig staðið verði að fjármögnun þess hluta kaupverðs er rúmast ekki undir liðnum Annað óskilgreint í samþykktri fjárfestingaráætlun fyrir árið 2022.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?