Fara í efni

Innsent erindi, beiðni um samstarfsyfirlýsingu frá ENVALYS

Málsnúmer 202108070

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 29. fundur - 25.08.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Páli Jakobi Líndal þar sem óskað er eftir viljayfirlýsingu sveitarfélagsins um þátttöku í þróunarverkefni fyrirtækisins ENVALYS um þróun hugbúnaðar og aðferðarfræði sem nýtist við skipulagsgerð. Sveitarfélögin Djúpavogshreppur, Fljótsdalshérað og Seyðisfjarðarkaupstaður gáfu út sambærilega viljayfirlýsingu um þátttöku í verkefninu á árunum 2020 og 2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir áframhaldandi aðkomu að verkefninu og leggur til að sveitarstjóri undirriti viljayfirlýsingu þess efnis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 15. fundur - 08.09.2021

Fyrir lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 25.08.2021, þar sem samþykkt er áframhaldandi aðkoma sveitarfélagsins að þróunarverkefni fyrirtækisins ENVALYS og lagt til að sveitarstjóri undirriti viljayfirlýsingu þess efnis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að fela sveitarstjóra Múlaþings að undirrita, fyrir hönd sveitarfélagsins, viljayfirlýsingu um þátttöku í þróunarverkefni fyrirtækisins ENVALYS um þróun hugbúnaðar og aðferðarfræði sem nýtist við skipulagsgerð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?