Fara í efni

Bakkakot - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202109010

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 31. fundur - 15.09.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform á lóðinni Bakkakot á Borgarfirði. Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 en
ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum við Bakkabúð og Bakkaveg 1. Málinu er vísað til heimastjórnar Borgarfjarðar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 33. fundur - 29.09.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Hilmari Gunnlaugssyni, lögmanni málsaðila, dags. 27. september 2021. Farið er fram á endurupptöku ákvörðunar ráðsins frá 15. september sl. varðandi grenndarkynningu byggingaráforma við Bakkakot á Borgarfirði eystri. Á þeim fundi lágu ekki fyrir ráðinu upplýsingar um að byggingaráformin hefðu verið grenndarkynnt af hálfu sveitarstjórnar Borgarfjarðarhrepps á liðnu ári. Í 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 segir að hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út innan 12 mánaða frá afgreiðslu sveitarstjórnar á grenndarkynningu skuli grenndarkynna að nýju áður en leyfi er veitt. Í fyrirliggjandi erindi er því mótmælt að framangreindur tímafrestur eigi við í máli þessu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð horfir til þess að á stjórnvaldi hvílir leiðbeiningarskylda, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og óskráðar meginreglur stjórnsýsluréttarins, meðal annars um tímafresti sem leiða af stjórnvaldsákvörðunum. Málsaðili hefur borið því við að þess hafi ekki verið gætt að upplýsa um framangreindan ársfrest og telur umhverfis- og framkvæmdaráð ekki unnt að sýna fram á að það hafi verið gert. Með hliðsjón af því telur ráðið rétt að fallast á erindi málsaðila, enda eftir sem áður skammur tími frá því að áformin voru grenndarkynnt og þegar hefur verið gefið út eitt byggingarleyfi (heimild til niðurrifs) á grundvelli hennar, og þar með verið samfella og eðlilegur gangur í vinnu málsaðila. Umhverfis- og framkvæmdaráð afturkallar því fyrri ákvörðun um grenndarkynningu vegna umsóknar um byggingaráform og byggingarleyfi við Bakkakot á Borgarfirði eystra og samþykkir að heimila byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll nauðsynleg gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?