Fara í efni

Öryggi á ferðamannastöðum í Múlaþingi

Málsnúmer 202109056

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 31. fundur - 15.09.2021

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnir hugmyndir um að óska eftir öryggisúttekt frá Lögregluembættinu á ferðamannastöðum í sveitarfélaginu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að óskað verði eftir því að lögreglan á Austurlandi geri úttekt á öryggi gesta á helstu ferðamannastöðum í sveitarfélaginu. Úttektin taki til farsíma- og talstöðvasambands, aðgengi viðbragðsaðila, hættu vegna grjóthruns, fallhættu, ofanflóðahættu og annarra þátta sem ástæða þykir til að meta. Framkvæmda- og umhverfismálastjóra er falið að láta vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?