Fara í efni

Heilsueflandi vinnustaður á skrifstofum Múlaþings

Málsnúmer 202109082

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 32. fundur - 21.09.2021

Fyrir lá erindi frá íþrótta- og æskulýðsstjóra og verkefnastjóra mannauðs varðandi heilsueflandi vinnustað á skrifstofum Múlaþings. Markmið verkefnisins er m.a. að stuðla að betri heilsu og vellíðan starfsfólks á vinnustöðvum. Verkefnið byggir á sömu hugmyndafræði og verkefni Embættis landlæknis um Heilsueflandi samfélag og Heilsueflandi leik-, grunn-, og framhaldsskóla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að bæjarskrifstofur Múlaþings sæki um að verða hluti af Heilsueflandi vinnustöðum og taki þau skref sem þarf til að sinna verkefninu vel. Um verður að ræða fyrsta skref innleiðinga Heilsueflandi samfélags hjá stofnunum Múlaþings. Skrifstofustjóra Múlaþings verði falið að leiða vinnuhóp um verkefnið og í þeim vinnuhóp sitji einnig íþrótta- og æskulýðsstjóri og verkefnastjóri mannauðs. Vinnuhópurinn vinni m.a. framkvæmda- og kostnaðaráætlun, er rúmast innan samþykktrar fjárhagsáætlunar, sem lögð verði fyrir byggðaráð í síðasta lagi í desember.

Samþykkt samhljóða
Getum við bætt efni þessarar síðu?