Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

32. fundur 21. september 2021 kl. 08:30 - 11:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2021

Málsnúmer 202101001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins. Einnig var lagt fram fundarboð á aðalfund Fasteignafélags Fljótsdalshéraðs sem haldinn verður mánudaginn 27. september 2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings fagnar þeim góða árangri er meistaraflokkar kvenna og karla í knattspyrnu hafa náð í sumar. Annars vegar er um að ræða Fjarðabyggð/Höttur/Leikni er vann aðra deild kvenna og hins vegar Hött/Huginn er vann þriðju deild karla. Byggðaráð Múlaþings samþykkir að veita rekstrarfélagi Hattar, er sér m.a. um rekstur meistaraflokks karla og kvenna, viðbótar styrk að fjárhæð kr.1000.000, er færa skal á lið 06-891. Styrkfjárhæðinni verði ráðstafað til að styrkja meistaraflokkslið karla og kvenna.

Byggðaráð Múlaþings samþykkir að sveitarstjóri og fjármálastjóri mæti á aðalfund Fasteignafélags Fljótsdalshéraðs fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2022 - 2025

Málsnúmer 202105150Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu við vinnu fjárhagsáætlunar.

Lagt framt til kynningar

3.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2021

Málsnúmer 202109104Vakta málsnúmer

Fyrir lá tilkynning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi fyrirhugaða fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2021 er haldin verður dagana 7. og 8. október nk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að auk fjármálastjóra, skrifstofustjóra og sveitarstjóra sæki ráðstefnuna, fyrir hönd Múlaþings, einn fulltrúi frá hverjum lista er sæti á í sveitarstjórn. Skrifstofustjóra falið að sjá til þess að fulltrúar Múlaþings verði skráðir á vef Sambandsins innan tilskilins frests (27/9).

Samþykkt samhljóða

Bókun Þrastar Jónssonar:
Til að sýna gott fordæmi í aðhaldi í fjármálum tel ég að fjöldi fulltrúa á fjármálaráðstefnu sveitafélaga 2021 ætti að vera að hámarki 4. Aðrir nýti sér streymi af fundinum

4.Skriðuföll á Seyðisfirði

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

Fyrir lá minnisblað frá Eflu verkfræðistofu varðandi frumathugun ofanflóðavarna fyrir svæðið Hafnargata 10-20 á Seyðisfirði.

Lagt fram til kynningar.

5.Heilsueflandi vinnustaður á skrifstofum Múlaþings

Málsnúmer 202109082Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá íþrótta- og æskulýðsstjóra og verkefnastjóra mannauðs varðandi heilsueflandi vinnustað á skrifstofum Múlaþings. Markmið verkefnisins er m.a. að stuðla að betri heilsu og vellíðan starfsfólks á vinnustöðvum. Verkefnið byggir á sömu hugmyndafræði og verkefni Embættis landlæknis um Heilsueflandi samfélag og Heilsueflandi leik-, grunn-, og framhaldsskóla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að bæjarskrifstofur Múlaþings sæki um að verða hluti af Heilsueflandi vinnustöðum og taki þau skref sem þarf til að sinna verkefninu vel. Um verður að ræða fyrsta skref innleiðinga Heilsueflandi samfélags hjá stofnunum Múlaþings. Skrifstofustjóra Múlaþings verði falið að leiða vinnuhóp um verkefnið og í þeim vinnuhóp sitji einnig íþrótta- og æskulýðsstjóri og verkefnastjóri mannauðs. Vinnuhópurinn vinni m.a. framkvæmda- og kostnaðaráætlun, er rúmast innan samþykktrar fjárhagsáætlunar, sem lögð verði fyrir byggðaráð í síðasta lagi í desember.

Samþykkt samhljóða

6.Tækniminjasafn Austurlands, fjármál

Málsnúmer 202012074Vakta málsnúmer

Fyrir lá samantekt frá Tækniminjasafni Austurlands þar sem farið er yfir stöðu safnsins í dag, þriggja ára aðgerðaráætlun og beiðni til Múlaþings varðandi samstarf og fjárhagslegan stuðning. Inn á fundinn komu fulltrúar Tækniminjasafnsins þær Jónína Brynjólfsdóttir og Elfa Hlín Pétursdóttir.

Í vinnslu

Fundi slitið - kl. 11:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?