Fara í efni

Tilnefning svæða í Emerald Network, Vatnajökulsþjóðgarður

Málsnúmer 202109088

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 32. fundur - 22.09.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tölvupóstur frá Steinari Kaldal, sérfræðingi á skrifstofu landgæða hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dagsettur 10. september 2021 þar sem tilkynnt er um tilnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs, meðal annarra, í Emerald Network. Markmiðið með Emerald Network er að mynda net verndarsvæða í Evrópu þar sem unnið er að vernd valinna villtra plantna, dýra og lífsvæða. Svæðin sem um ræðir njóta nú þegar verndar samkvæmt íslenskum lögum og uppfylla þau því kröfur um lagalega vernd og umsjón.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?