Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

32. fundur 22. september 2021 kl. 13:00 - 16:00 í Löngubúð, Djúpavogi
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
  • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Týr Tumason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
  • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari umhverfis- og framkvæmdasviðs
Hildur Þórisdóttir og Helgi Týr Tumason sátu fundinn í gegnum Teams.

1.Afgreiðsla mála og verkferlar á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202104327Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja tillögur að endurskoðun á verkferlum við grenndarkynningar. Jafnframt var farið yfir fyrirliggjandi verkferla varðandi deiliskipulag.

Málið er í vinnslu, verður tekið fyrir á næsta fundi.

2.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs 2022

Málsnúmer 202109099Vakta málsnúmer

Farið yfir fyrstu tillögu að endanlegri rekstraráætlun.

Málið er í vinnslu.

3.Skilavegir

Málsnúmer 202109085Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bréf frá Vegagerðinni þar sem óskað er eftir viðræðum vegna skila á vegum sem féllu úr tölu þjóðvega við setningu laga nr. 80/2007. Fyrir liggur skýrsla er varðar ástandsmat skilavega. Óskað er eftir fulltrúa frá sveitarfélaginu sem leiða mun viðræður við Vegagerðina.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri Múlaþings, verði fulltrúi sveitarfélagsins í viðræðum við Vegagerðina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umsókn um framkvæmdaleyfi, háspennustrengur, Egilsstaðir,

Málsnúmer 202109011Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá RARIK ohf. vegna lagningar á háspennustreng í miðbæ Egilsstaða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn Vegagerðarinnar og jafnframt að gerð verði minniháttar leiðrétting á uppdrætti gildandi deiliskipulags sem sýnir lagnaleiðina. Ráðið heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi að öllum skilyrðum uppfylltum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Ljósleiðari, Jökuldalur og Jökulsárhlíð

Málsnúmer 202107055Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá HEF veitum dagsett 14. júlí 2021 vegna lagningar ljósleiðara í Jökuldal og Jökulsárhlíð. Málið var áður á dagskrá ráðsins 1. september sl. þar sem samþykkt var að kalla eftir umsögnum frá Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og heimastjórn Fljótsdalshéraðs (sem náttúruverndarnefnd) þar sem hluti framkvæmdarinnar verður á svæðum sem tilheyra C-hluta náttúruminjaskrár. Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun hafa skilað umsögnum án athugasemda. Einnig liggja fyrir í málinu tvær umsagnir frá Minjastofnun Íslands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn heimastjórnar Fljótsdalshéraðs og að farið verði að skilyrðum sem fram koma í umsögnum Minjastofnunar Íslands um aðgát og merkingar á þekktum fornminjum á og við framkvæmdasvæði. Jafnframt verði litið til umsagna Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands og þess gætt að eftir plægingar þar sem er vatnshalli myndist ekki vatnsrás. Áskilið er að plæging fari ekki fram á varptíma.
Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Ljósleiðari, Hákonarstaðir - Merki

Málsnúmer 202109095Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá HEF Veitum um lagningu ljósleiðara frá Hákonarstöðum að Merki í Jökuldal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi og heimilar útgáfu þess hafi öllum tilskildum gögnum verið skilað. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi, Hvammur 2

Málsnúmer 202109070Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingarleyfi vegna fyrirhugaðrar byggingar reiðskemmu með íbúð í landi Hvamms 2 (L230447) á Völlum. Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 m.s.br. en ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum Storms.
Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu að grenndarkynningu lokinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um lóð, Borgarfjörður, Smáratún

Málsnúmer 202109034Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um lóðina Smáratún á Borgarfirði eystra dags. 4.9.2021.

Umsækjandi bað um að afgreiðslu umsóknar yrði frestað til næsta fundar.

Málinu frestað til næsta fundar.

9.Umsókn um lóð, Austurvegur 1, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202109089Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um lóð að Austurvegi 1 á Seyðisfirði undir Turninn. Umsóknin er í samræmi við skýrslu ráðgjafahóps um flutning húsa á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá úthlutun lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Fundargerðir Svæðisskipulagsnefndar sveitarfélga á Austurlandi 2021

Málsnúmer 202102119Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja fundargerðir nr. 5, 6 og 7 frá Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaga á Austurlandi til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Austurlands 2021

Málsnúmer 202102260Vakta málsnúmer

Fundargerð 163. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

12.Tilnefning svæða í Emerald Network, Vatnajökulsþjóðgarður

Málsnúmer 202109088Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tölvupóstur frá Steinari Kaldal, sérfræðingi á skrifstofu landgæða hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dagsettur 10. september 2021 þar sem tilkynnt er um tilnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs, meðal annarra, í Emerald Network. Markmiðið með Emerald Network er að mynda net verndarsvæða í Evrópu þar sem unnið er að vernd valinna villtra plantna, dýra og lífsvæða. Svæðin sem um ræðir njóta nú þegar verndar samkvæmt íslenskum lögum og uppfylla þau því kröfur um lagalega vernd og umsjón.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?