Fara í efni

Umsókn um frávik frá skipulagsskilmálum, Lækjargata 2, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202109158

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 34. fundur - 06.10.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um frávik frá skipulagsskilmálum deiliskipulags við Garðarsveg á Seyðisfirði. Eftir lítilsháttar breytingar á hönnun fyrirhugaðs íbúðakjarna á svæðinu er nú gert ráð að heildarbyggingarmagn á lóðinni verði 713,3 fermetrar en hámark samkvæmt skipulagi eru 700 fermetrar. Heildarlengd byggingar er eftir breytingu 63,03 metrar en í skipulagi er gert ráð fyrir 60,57 metrum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að heimila frávik frá skipulagsskilmálum í samræmi við fyrirliggjandi gögn frá lóðarhafa, enda er um óveruleg frávik að ræða þannig að hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?