Fara í efni

Ósk um samstarf

Málsnúmer 202110020

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 35. fundur - 19.10.2021

Fyrir lá erindi frá ADHD samtökunum þar sem óskað er eftir samstarfi við Múlaþing um aukna fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu um ADHD og fyrir fólk með ADHD. Jafnframt er óskað eftir styrk allt að kr. 750.000,- sem nýttur yrði samkvæmt nánara samkomulagi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi erindi ADHD samtakanna til umagnar hjá Félagsmálastjóra, Fræðslustjóra og Íþrótta- og æskulýðsstjóra Múlaþings. Er umsagnir liggja fyrir verður erindið tekið fyrir í byggðaráði til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

Fjölskylduráð Múlaþings - 58. fundur - 06.12.2022

Fyrir liggur erindi frá ADHD samtökunum, dagsett 15. nóvember 2022 þar er óskað eftir samstarfi við Múlaþing um aukna fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu um ADHD. Jafnframt er óskað eftir styrk, allt að kr. 500.000 sem nýttur yrði samkvæmt nánara samkomulagi.

Fjölskylduráð samþykkir að veita 100.000 kr í fræðslu um málefni ADHD til skólastofnana og felur fræðslustjóra að vinna útfærslu samstarfs í samvinnu við samtökin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?