Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

35. fundur 19. október 2021 kl. 08:30 - 11:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fundaritari

1.Fjármál 2021

Málsnúmer 202101001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitastjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Samþykkt að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að senda HMS upplýsingar um tengiliði sem koma til með að vinna húsnæðisáætlanir fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2022 - 2025

Málsnúmer 202105150Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu við vinnu fjárhagsáætlunar.

Í vinnslu.

3.Skriðuföll á Seyðisfirði

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

Fyrir lágu kynningar sérfræðinga Veðurstofu Íslands varðandi annars vegar hættumat á Seyðisfirði, sunnan Fjarðarár og hins vegar vöktun og mælakerfið á Seyðisfirði og jarðfræðilegar rannsóknir sumarið 2021. Einnig lágu fyrir drög að viðbragðsáætlun Almannavarna vegna ofanflóða á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Samþykkt að fela sveitarstjóra að afla upplýsinga frá sérfræðingum Eflu varðandi stöðu greiningar bráða- og varanlegra varnarframkvæmda á Seyðisfirði sunnan Fjarðarár. Einnig verði óskað eftir því við Ofanflóðasjóð að skoðaðar verði leiðir til að ýta fram efni umhverfis skriðursár og þá sérstaklega efni milli skriðusárs og Búðarár. Jafnframt verði stefnt að upplýsingafundi með íbúum Seyðisfjarðar fljótlega þar sem umfjöllunarefnið verði m.a. framangreind mál.

Samþykkt samhljóða.

4.Afgreiðsla mála og verkferlar á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202104327Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 29.09.2021, þar sem því er beint til byggðaráðs að hafin verði vinna við endurskoðun á samþykktum sveitarfélagsins með það í huga að geta stytt og gert skilvirkari verkferla í skipulagsmálum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela skrifstofustjóra að láta vinna tillögu að endurskoðuðum samþykktum sveitarfélagsins þannig að hægt verði að stytta og gera skilvirkari verkferla í skipulagsmálum. Horft verði m.a. til þeirra tillagna er liggja fyrir varðandi leiðir til úrbóta.

Samþykkt samhljóða.

5.Kjarasamningsumboð 2021

Málsnúmer 202110034Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið feli Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir hönd Múlaþings við Rafiðnaðarsambandið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að fela kjarasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga umboð Múlaþings til gerðar kjarasamninga við Rafiðnaðarsamband Íslands fh. sveitarfélagsins. Sveitarstjóra falið að undirrita meðfylgjandi umboðseyðublað og senda Sambandinu það.

Samþykkt samhljóða.

6.Skipan eftirlitsmanns með Bæjartúni íbúðafélagi hses.

Málsnúmer 202110037Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá HMS þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið skipi eftirlitsmann vegna fyrirhugaðra framkvæmda Bæjartúns á Seyðisfirði í samræmi við 6.mgr, 23.gr. laga um almennar íbúðir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að verða við ósk HMS varðandi það að, í samræmi við 6.mgr, 23.gr. laga um almennar íbúðir, verði skipaður af hálfu sveitarfélagsins eftirlitsmaður með Bæjartúni hses vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Seyðisfirði. Framkvæmda- og umhverfismálastjóra falið að sjá um skipan eftirlitsmanns fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

7.Breyting á reglugerð 1212,2015 vegna reikningsskil sveitarfélaga

Málsnúmer 202110046Vakta málsnúmer

Fyrir lá tilkynning frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi breytingu á reglugerð 1212/2015 vegna reikningsskila sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

8.Samráðsgátt. Breyting á reglugerð nr. 10882012 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Drög

Málsnúmer 202110031Vakta málsnúmer

Fyrir lágu frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1088/2018 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

9.Aðalfundur NAUST 2021- Ályktanir

Málsnúmer 202110019Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Kristínu Amalíu Atladóttur, formanns NAUST, þar sem óskað er eftir því að ályktanir aðalfundar Náttúruverndarsamtaka Austurlands verði m.a. lagðar fyrir byggðaráð Múlaþings.

Lagt fram til kynningar.

10.Ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum

Málsnúmer 202011135Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð ársfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum dags. 08.10.2021.

Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir stjórnar Ársala 2021

Málsnúmer 202102141Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð stjórnar Ársala bs. dags. 14.10.2021.

Lagt fram til kynningar.

12.Styrkbeiðni vegna landvörslu á Víknaslóðum 2022

Málsnúmer 202109147Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahópi Borgarfjarðar eystri þar sem óskað er eftir 2,6 millj.kr. fjárframlagi frá Múlaþingi til að tryggja landvörslu á Víknaslóðum sumarið 2022, utan friðlýsts svæðis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa framkomnu erindi frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahópi Borgarfjarðar eystri til heimastjórna Borgarfjarðar og Fljótsdalshéraðs til umsagnar.

Samþykkt samhljóða.

13.Varanleg braut fyrir mótocross

Málsnúmer 202102098Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samningi á milli Múlaþings og Akstursíþróttaklúbbsins Start um leigu á landspildu undir starfsemi klúbbsins í Eyvindarárdal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi á milli Múlaþings og Akstursíþróttaklúbbsins Start og felur sveitarstjóra að láta ganga frá samningnum og undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins. Samningurinn taki gildi frá og með 01.01.2022.

Samþykkt samhljóða.

14.Umsókn um leyfi fyrir rannsóknum á Vesturöræfum

Málsnúmer 202109051Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 04.10.2021, þar sem heimastjórn samþykkir fyrir sitt leiti fyrirliggjandi umsókn um leyfi fyrir rannsóknum á Vesturöræfum. Því er jafnframt beint til byggðaráðs að gerður verði samningur við umsækjanda um verkefni með hliðsjón af ábendingum Náttúrustofu Austurlands og umhverfis- og framkvæmdaráðs.
Einnig lágu fyrir drög að samningi á milli aðila varðandi leyfi til rannsókna á Vesturöræfum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi vegna rannsókna á Vesturöræfum, með breytingum í samræmi við umræður á fundinum og felur sveitarstjóra að ganga frá samningnum fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

15.Ósk um samstarf

Málsnúmer 202110020Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá ADHD samtökunum þar sem óskað er eftir samstarfi við Múlaþing um aukna fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu um ADHD og fyrir fólk með ADHD. Jafnframt er óskað eftir styrk allt að kr. 750.000,- sem nýttur yrði samkvæmt nánara samkomulagi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi erindi ADHD samtakanna til umagnar hjá Félagsmálastjóra, Fræðslustjóra og Íþrótta- og æskulýðsstjóra Múlaþings. Er umsagnir liggja fyrir verður erindið tekið fyrir í byggðaráði til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

16.Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni - Ósk um afstöðu

Málsnúmer 202110002Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi hugmynd um að setja á fót húsnæðissjálfseignarstofnun er starfi á landsbyggðinni með það að markmiði að stuðla að uppbyggingu almennra íbúða þar sem þess er þörf utan höfuðborgarsvæðis og vaxtarsvæða. Óskað er eftir því að afstaða sveitarfélagsins berist sambandinu fyrir lok október.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings styður allar þær hugmyndir sem eru til þess fallnar að auka uppbyggingu almennra íbúða á landsbyggðinni. Sveitarstjóra falið að koma þessari afstöðu á framfæri við Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd Múlaþings.

Samþykkt samhljóða.

17.Beiðni um stofnframlög til byggingar á hagkvæmu íbúðarhúsnæði í Múlaþingi

Málsnúmer 202102117Vakta málsnúmer

Fyrir lá til upplýsingar afrit af afgreiðslu HMS á umsókn Bæjartúns íbúðafélags hses um stofnframlag til byggingar 10 íbúða á Egilsstöðum.

Lagt fram til kynningar.

18.Fæðingargjafir á Seyðisfirði

Málsnúmer 202108113Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun fjölskylduráðs, dags. 14.09.2021, þar sem lögð er áhersla á mikilvægi þess að einstaklingar og fjölskyldur upplifi sig velkomin í sveitarfélagið og að fjölgun sé fagnað, hvort um sé að ræða barnsfæðingar eða flutning fólks til sveitarfélagsins. Fjölskylduráð leggur jafnframt til að fundin verði raunhæf útfærsla á þessari hefð eftir byggðakjörnum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir mikilvægi þess að einstaklingar og fjölskyldur upplifi sig velkomin í sveitarfélagið og að fjölgun sé fagnað. Sveitarstjóra falið að láta vinna tillögur að raunhæfum útfærslum í samráði við heimastjórnir. Málið verði tekið fyrir að nýju er tillögur liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.

19.Heimastjórn Seyðisfjarðar - íbúafundur

Málsnúmer 202110029Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun fundar heimastjórnar Seyðisfjarðar, dags. 11.10.2021, þar sem komið er á framfæri ábendingum er fram komu á íbúafundi á Seyðisfirði 30.09.2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir mikilvægi þess að haldinn verði sem fyrst kynningarfundur fyrir íbúa Seyðisfjarðar um fyrirætlanir varðandi fiskeldi í Seyðisfirði. Sveitarstjóra falið að koma þessu á framfæri við forsvarsaðila fyrirhugaðs fiskeldis.

Hvað varðar ofanflóðamál þá er unnið að því af hálfu sveitarfélagsins að afla og koma á framfæri við íbúa frekari upplýsingum varðandi uppbyggingu varna til framtíðar. Jafnframt er unnið að því að bæta verkferla og upplýsingagjöf í tengslum við mögulegar rýmingar.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?