Fara í efni

Skipan eftirlitsmanns með Bæjartúni íbúðafélagi hses.

Málsnúmer 202110037

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 35. fundur - 19.10.2021

Fyrir lá erindi frá HMS þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið skipi eftirlitsmann vegna fyrirhugaðra framkvæmda Bæjartúns á Seyðisfirði í samræmi við 6.mgr, 23.gr. laga um almennar íbúðir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að verða við ósk HMS varðandi það að, í samræmi við 6.mgr, 23.gr. laga um almennar íbúðir, verði skipaður af hálfu sveitarfélagsins eftirlitsmaður með Bæjartúni hses vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Seyðisfirði. Framkvæmda- og umhverfismálastjóra falið að sjá um skipan eftirlitsmanns fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?