Fara í efni

Þátttaka í alþjóðlegu samstarfsverkefni

Málsnúmer 202110107

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 36. fundur - 26.10.2021

Fyrir lá tölvupóstur frá fulltrúa Veðurstofunnar þar sem fram kemur að Veðurstofan er að vinna með alþjóðlegum hópi að umsókn um styrk fyrir verkefni er snýst um seiglu í samfélagi og aðlögun að vandamálum er upp kunna að koma vegna loftslagsbreytinga. Óskað er eftir því að afstaða verði tekin til þess hvort sveitarfélagið Múlaþing sé mögulega tilbúið að koma að verkefninu ásamt Veðurstofu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings telur að sveitarfélagið kunni að hafa hagsmuni af því að taka þátt í umræddu verkefni ásamt Veðurstofu. Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga varðandi útfærslu verkefnisins og aðkomu sveitarfélagsins að því. Málið verði lagt fyrir byggðaráð á ný til afgreiðslu er umræddar upplýsingar liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?