Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

36. fundur 26. október 2021 kl. 09:00 - 12:10 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fundarritari

1.Fjármál 2021

Málsnúmer 202101001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2022 - 2025

Málsnúmer 202105150Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu við vinnu fjárhagsáætlunar.

Í vinnslu.

3.Gjaldskrá Brunavarna á Austurlandi 2021

Málsnúmer 202110130Vakta málsnúmer

Fyrir liggur gjaldskrá Brunavarna á Austurlandi sem samþykkt var í stjórn Brunavarna 14.12.2020. Samkvæmt lögum um brunavarnir nr. 75/2000, með síðari breytingum, eru það sveitarfélög sem setja slökkviliðum gjaldskrá sem birta skal í B-deild Stjórnartíðinda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá Brunavarna á Austurlandi og felur skrifstofustjóra að sjá til að hún verði birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða.

4.Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga

Málsnúmer 202102172Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga dags. 08.10.2021 ásamt ársreikningi fyrir árið 2020.

Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir stjórnar HEF - 2021

Málsnúmer 202102237Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð stjórnar HEF veitna dags. 20.10.2021.

Lagt fram til kynningar.

6.Hitaveita á Seyðisfirði

Málsnúmer 202110137Vakta málsnúmer

Inn á fundinn kom Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri Rarik og var farið yfir stöðu og framtíðarhorfur hitaveitumála á Seyðisfirði.

Í vinnslu.

7.Áramótabrenna og flugeldasýning 2021

Málsnúmer 202110136Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Björgunarsveitinni á Héraði þar sem lagt er til að gerðar verði breytingar á fyrirkomulagi áramótabrennu og flugeldasýningar á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir framlagðar tillögur Björgunarsveitarinnar á Héraði varðandi fyrirkomulag áramótabrennu og flugeldasýningar á Egilsstöðum. Skrifstofustjóra falið sjá um að nauðsynleg leyfi þessu tengd verði veitt.

Samþykkt samhljóða.

8.Betri Borgarfjörður

Málsnúmer 202110005Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun heimastjórnar Borgarfjarðar, dags. 01.10.2021, þar sem því er beint til byggðaráðs að sótt verði um framlengingu verkefnisins Betri Borgarfjörður til eins árs til Byggðastofnunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir með heimastjórn Borgafjarðar að mikilvægt sé að verkefnið Betri Borgarfjörður verði framlengt um eitt ár og felur sveitarstjóra að koma erindi varðandi þetta á framfæri við Byggðastofnun.

Samþykkt samhljóða.

9.Haustþing SSA 2021

Málsnúmer 202110120Vakta málsnúmer

Fyrir lá tölvupóstur frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi þar sem fram kemur að haustþing SSA muni verða haldið dagana 19.-20. nóvember í Fjarðabyggð og verður áhersla þingsins á samráðsferli í tengslum við svæðisskipulag Austurlands.

Lagt fram til kynningar.

10.Þátttaka í alþjóðlegu samstarfsverkefni

Málsnúmer 202110107Vakta málsnúmer

Fyrir lá tölvupóstur frá fulltrúa Veðurstofunnar þar sem fram kemur að Veðurstofan er að vinna með alþjóðlegum hópi að umsókn um styrk fyrir verkefni er snýst um seiglu í samfélagi og aðlögun að vandamálum er upp kunna að koma vegna loftslagsbreytinga. Óskað er eftir því að afstaða verði tekin til þess hvort sveitarfélagið Múlaþing sé mögulega tilbúið að koma að verkefninu ásamt Veðurstofu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings telur að sveitarfélagið kunni að hafa hagsmuni af því að taka þátt í umræddu verkefni ásamt Veðurstofu. Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga varðandi útfærslu verkefnisins og aðkomu sveitarfélagsins að því. Málið verði lagt fyrir byggðaráð á ný til afgreiðslu er umræddar upplýsingar liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.

11.Nýr golfvöllur við Egilsstaði

Málsnúmer 202110126Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá formanni Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs þar sem óskað er eftir því að til skoðunar verði teknar á ný hugmyndir varðandi staðsetningu nýs golfvallar við Egilsstaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að boða fulltrúa stjórnar Golfklúbbs Fljótsdalshérað til fundar með byggðaráði þar sem umfjöllunarefnið verði hugmyndir varðandi framtíðarstaðsetningu golfvallar við Egilsstaði.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 12:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?