Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi, Göngubrú yfir Selsstaðaá

Málsnúmer 202110162

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 36. fundur - 27.10.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá gönguklúbbi Seyðisfjarðar þar sem óskað er eftir samþykki sveitarfélagsins fyrir uppsetningu á brú yfir Selsstaðaá í Kolstaðadal, á gönguleiðinni yfir Hjálmárdalsheiði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur, með vísan til 1. mgr. 13. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, að umfang framkvæmdarinnar sé ekki slíkt að þörf sé á útgáfu framkvæmdaleyfis. Ráðið samþykkir áformin fyrir hönd sveitarfélagsins enda eru þau í samræmi við Aðalskipulag Seyðisfjarðar 2010-2030. Áskilið er að aflað verði skriflegs leyfis landeiganda fyrir framkvæmdinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?