Fara í efni

Póstþjónusta á Borgarfirði

Málsnúmer 202110219

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 16. fundur - 03.11.2021

Nýverið kynnti Íslandspóstur breytingar á verðlagningu þjónustu sinnar og skv. frétt Austurfréttar hækkar verð fyrir Borgarfjörð um meira en 60%. Hækkunin er meiri á Borgarfirði heldur en öðru þéttbýli Múlaþings þar sem Íslandspóstur skilgreinir Borgarfjörð í heild sinni sem dreifbýli.

Póst og fjarskiptastofnun, sem þar til nýlega var yfir póstmálum á Íslandi, hefur nýlega skilgreint Borgarfjörð sem þéttbýli í tengslum við verkefnið Ísland - ljóstengt (til að komast hjá því að ljósleiðaravæða þorpið). Nú er Byggðastofnun yfir málaflokknum en hún skilgreinir Borgarfjörð sem þéttbýli (þorpið) og sem dreifbýli (sveitina). Það sætir furðu að Íslandspóstur geti skilgreint Borgarfjörð á annan hátt en stofnanirnar sem hafa verið yfir póstmálum á Íslandi síðustu misseri.

Heimastjórn harmar að ítrekað sé skilgreining Borgarfjarðar sem dreifbýli eða þéttbýli á þann veg að veita þurfi sem minnsta þjónustu eða rukka sem mest fyrir hana. Heimastjórn fer fram á við Íslandspóst að Borgarfjörður verði skilgreindur á annan veg og falli því undir svæði 3 í stað svæðis 4 í nýrri verðskrá. Heimastjórn beinir því til Byggðarráðs að koma því á framfæri við Íslandspóst.

Byggðaráð Múlaþings - 38. fundur - 16.11.2021

Fyrir lá bókun heimstjórnar Borgarfjarðar, dags. 03.11.2021, þar sem því er beint til byggðaráðs að koma því á framfæri við Íslandspóst að Borgarfjörður verði skilgreindur á annan veg en Íslandspóstur gerir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir þær ábendingar er fram koma í bókun heimastjórnar Borgarfjarðar varðandi óréttmæti þess að Íslandspóstur skuli skilgreina Borgarfjörð sem dreifbýli í stað þéttbýlis. Bæði Póst- og fjarskiptastofnun og Byggðstofnun skilgreina Borgarfjörð sem þéttbýli en það að Íslandspóstur skuli velja að skilgreina byggðakjarnann sem dreifbýli mun valda íbúum þar umtalsverðum kostnaðarauka. Byggðaráð Múlaþings beinir því til Íslandspósts að þessi skilgreining verði leiðrétt.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?