Fara í efni

Starfsemi Landgræðslu ríkisins á Egilsstöðum

Málsnúmer 202111009

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 15. fundur - 01.11.2021

Í ljósi stórra verkefna sem Landgræðsla ríkisins er með á sinni könnu í sveitarfélaginu skorar heimastjórn Fljótsdalshéraðs á Landgræðsluna að tryggð verði áframhaldandi starfsemi og umsjón verkefnanna á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 16. fundur - 06.12.2021

Fyrir liggur bréf dagsett 3. nóvember 2021, frá Árna Bragasyni landgræðslustjóra, þar sem svarað er bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs frá 1.11. 2021, þar sem skorað var á Landgræðsluna að tryggja áframhaldandi starfsemi stofnunarinnar á Egilsstöðum.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?