Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

15. fundur 01. nóvember 2021 kl. 13:00 - 15:15 á skrifstofu sveitarfélagsins, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Í upphafi fundar lagði Jóhann Gísli til að nýtt mál væri tekið á dagskrá og var það samþykkt samhljóða. Málið er númer 9.

1.Deiliskipulag, Egilsstaðir, Hreinsivirki við Melshorn

Málsnúmer 202109120Vakta málsnúmer

Málið var síðast á dagskrá heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, 04.10.2021, þar sem lagt var til við sveitarstjórn að staðarval fyrirhugaðs hreinsivirkis við Melshorn verði endurskoðað m.a. með tilliti til nálægðar við íbúðabyggð.

Eftirfarandi var bókað á fundi sveitarstjórnar 13.10. 2021:
Með vísan til gildandi aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem gert er ráð fyrir skólphreinsivirki við Melshorn auk umsagnar Umhverfisstofnunar, dags. 03.01.2019, þar sem fram kemur að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til af hafa umtalsverð umhverfisáhrif er það mat sveitarstjórnar Múlaþings að ekki sé um að ræða forsendubreytingar frá því er fram kemur í gildandi aðalskipulagi. Sveitarstjórn Múlaþings sér því ekki ástæðu til að ráðist verði í endurskoðun á staðarvali hreinsivirkis við Melshorn.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 29.9. 2021 um að heimila HEF veitum gerð deiliskipulags fyrir lóð fyrirtækisins við Melshorn sbr. 2. ml. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt, með vísan til 2. ml. 3. mgr. 40. gr. sömu laga, að falla frá gerð lýsingar fyrir nýtt deiliskipulag þar sem allar meginforsendur þess liggja fyrir í aðalskipulagi. Heimastjórn samþykkir að fyrirliggjandi skipulagsuppdráttur verði kynntur sem vinnslutillaga sbr. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Lagarfljót, bakkavarnir

Málsnúmer 202110127Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi dagsett 15. október frá Landsvirkjun og varðar fyrirhugaðar framkvæmdir vegna bakkavarna við Lagarfljót. Svæðið sem um ræðir er á C-hluta náttúruminjaskrár, nr. 647 Finnsstaðanes og Egilsstaðanes. Samkvæmt upplýsingum frá landeiganda er framkvæmdin unnin með hans leyfi.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 27.10 2021:
Þar sem framkvæmdin sem um ræðir er á svæði á C-hluta náttúruminjaskrár samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð, með vísan til 3. mgr. 37. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013, að kalla eftir umsögnum frá Náttúrufræðistofnun Íslands og heimastjórn Fljótsdalshéraðs, sem náttúruverndarnefnd. Þegar liggur fyrir í málinu jákvæð umsögn Umhverfisstofnunar. Með hliðsjón af því samþykkir ráðið að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis með fyrirvara um að umsagnir verði jákvæðar og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs veitir jákvæða umsögn um framkvæmdina fyrir sitt leiti en frestar afgreiðslu málsins þar sem enn vantar umsögn frá Náttúrufræðistofnun Íslands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Brávellir 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202010225Vakta málsnúmer

Fyrirhuguð byggingaráform við Brávelli 3 á Egilsstöðum voru grenndarkynnt í apríl/maí 2020. Byggingarleyfi hefur ekki verið gefið út vegna skorts á gögnum frá málsaðila því þarf að taka afstöðu til nýrrar grenndarkynningar.

Á fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs 6.9. 2021, var staðfest afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 1.9. 2021, um láta endurtaka grenndarkynningu skv. fyrirmælum 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar. Grenndarkynning verði send til eigenda húsa númer 1, 2, 4, 5 og 6 við Brávelli.

í ljósi þess að grenndarkynningu er lokið og engar athugsemdir bárust við hana heimilar heimastjórn Fljótsdalshéraðs byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi í samræmi við fyrirliggjandi byggingaráform.

Samþykkt samhljóða með handuppréttingu.

4.Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi, Hvammur 2

Málsnúmer 202109070Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi vegna fyrirhugaðrar byggingar reiðskemmu með íbúð í landi Hvamms 2 (L230447) á Völlum. Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 m.s.br. en ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 22.9. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum Storms.
Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu að grenndarkynningu lokinni.

í ljósi þess að grenndarkynningu er lokið og engar athugsemdir bárust við hana heimilar heimastjórn Fljótsdalshéraðs byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi í samræmi við fyrirliggjandi byggingaráform.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Vegur í og um Hreimsstaði, Hjaltastaðaþinghá

Málsnúmer 202110165Vakta málsnúmer

Fyrir liggur afrit af erindi til Vegagerðarinnar, dagsett 1. október 2021, frá eigendum og ábúendum Rauðholts, Hreimsstaða og Ketilsstaða í Hjaltastaðaþinghá, þar sem lögð er áhersla á að vegurinn milli Rauðholts og Hreimsstaða verði aftur settur á vegaskrá og farið verði í vegbætur á honum auk þess sem Selfljót verði brúað í nágrenni Hreimsstaða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur áherslu á að veginum verði komið aftur á vegaskrá, hann endurbættur og að unnið verði að frekari samgöngubótum, þar með talið brúargerð á Selfljót. Heimastjórn leggur til við sveitarstjórn að teknar verði upp viðræður við Vegagerðina á grundvelli meðfylgjandi erindis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Styrkbeiðni vegna landvörslu á Víknaslóðum 2022

Málsnúmer 202109147Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahópi Borgarfjarðar eystri þar sem óskað er eftir 2,6 millj.kr. fjárframlagi frá Múlaþingi til að tryggja landvörslu á Víknaslóðum sumarið 2022, utan friðlýsts svæðis.

Eftirfarandi var bókað á fundi byggðaráðs 19.10. 2021:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa framkomnu erindi frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahópi Borgarfjarðar eystri til heimastjórna Borgarfjarðar og Fljótsdalshéraðs til umsagnar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tekur jákvætt í málið og leggur til að áfram verði stutt við það góða starf sem unnið hefur verið við uppbyggingu gönguleiða og mótvægi við rask af álagi vegna þess fjölda sem leggur ferð sína um svæðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Aðalfundur NAUST 2021- Ályktanir

Málsnúmer 202110019Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Kristínu Amalíu Atladóttur, formanns Náttúruverndarsamtaka Austurlands, þar sem óskað er eftir að ályktanir aðalfundar Náttúruverndarsamtaka Austurlands 2021 verði lagðar fyrir.

Lagt fram til kynningar.

8.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2022 - 2025

Málsnúmer 202105150Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög og vinnugögn vegna fjárhagsáætlunar Múlaþings fyrir 2022.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs óskar eftir upplýsingum og verkáætlun þeirra áhersluverkefna sem heimastjórnin lagði til vegna gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árin 2022-2025, á 13. fundi sínum. Einnig óskar heimastjórnin eftir upplýsingum um þau verkefni sem eru á fjárfestingaáætlun undir Gatnagerð og skipulagsmál.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Starfsemi Landgræðslu ríkisins á Egilsstöðum

Málsnúmer 202111009Vakta málsnúmer

Í ljósi stórra verkefna sem Landgræðsla ríkisins er með á sinni könnu í sveitarfélaginu skorar heimastjórn Fljótsdalshéraðs á Landgræðsluna að tryggð verði áframhaldandi starfsemi og umsjón verkefnanna á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 15:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?