Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

16. fundur 06. desember 2021 kl. 13:00 - 14:41 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Úthéraðsverkefni

Málsnúmer 202106106Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðuna á verkefninu.
Í ljósi þess að tveir fulltrúar af fjórum hafa látið af störfum í starfshópi um verkefnið er lagt til við sveitarstjórn að nýir fulltrúar verði skipaðir í þeirra stað frá sveitarfélaginu. Jafnframt er lagt til að óskað verði eftir fulltrúum íbúa í starfshópinn, t.d. frá búnaðarfélögum í Hjaltastaðaþinghá, Hróarstungu og Jökulsárhlíð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Breyting á deiliskipulagi við Lagarfossvirkjun, áform um vindmyllur

Málsnúmer 202109106Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Lagarfossvirkjun vegna áforma um vindorkunýtingu

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar 3. nóvember 2021:
Fyrir liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Lagarfossvirkjun vegna áforma um vindorkunýtingu

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar 3. nóvember 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindi Orkusölunnar um að áfram verði haldið með skipulagsvinnu sem geri ráð fyrir nýtingu vindorku á iðnaðarsvæði I3 (Lagarfossvirkjun) í gildandi aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs, sbr. þær hugmyndir sem fyrirtækið hefur kynnt. Með vísan til umsagnar Skipulagsstofnunar við áður kynnta skipulagslýsingu vegna breytingar á deiliskipulagi svæðisins samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að gerð verði breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, sbr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sem heimili þá nýtingu sem fyrirtækið hefur áform um. Jafnframt heimilar ráðið Orkusölunni að vinna deiliskipulagsbreytinguna samhliða áður nefndri breytingu á aðalskipulagi, sbr. 2. mgr. 41 gr. skipulagslaga. Ráðið vísar þeim hluta málsins er snýr að aðalskipulagi til sveitarstjórnar til afgreiðslu og til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu hvað varðar deiliskipulag.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs um að heimila Orkusölunni að vinna deiliskipulagsbreytinguna samhliða áður nefndri breytingu á aðalskipulagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Lagarfljót, bakkavarnir

Málsnúmer 202110127Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi dagsett 15. október frá Landsvirkjun og varðar fyrirhugaðar framkvæmdir vegna bakkavarna við Lagarfljót. Svæðið sem um ræðir er á C-hluta náttúruminjaskrár, nr. 647 Finnsstaðanes og Egilsstaðanes. Samkvæmt upplýsingum frá landeiganda er framkvæmdin unnin með hans leyfi.

Málið var áður á dagskrá heimastjórnar Fljótsdalshéraðs 1. nóvember 2021 en var þá frestað þar sem þá vantaði umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands. Jákvæð umsögn Náttúrufræðistofnunar liggur nú fyrir.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs hefur þegar veitt jákvæða umsögn um verkefnið og staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs um framkvæmdaleyfi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Deiliskipulagsbreyting, Eyjólfsstaðaskógur, svæði D, E og F

Málsnúmer 202109166Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í Eyjólfsstaðaskógi, svæði D, E og F. Grenndarkynningu lauk 18. nóvember sl. án athugasemda frá íbúum en taka þarf afstöðu til umsagnar HAUST.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 1.12.2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir athugasemd sem barst og samþykkir að gera viðeigandi lagfæringar á tillögunni. Ráðið samþykkir tillöguna með breytingu og vísar henni til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Vegþjónusta vegna skólaaksturs við Brúarásskóla

Málsnúmer 202111108Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Steinunni Snædal, fyrir hönd Foreldrafélags Brúarásskóla, þar sem lýst er áhyggjum og óánægju með að að vegir séu ekki þjónustaðir á viðunnandi hátt hvað varðar mokstur og hálkuvarnir, í tengslum við skólaakstur Brúarásskóla.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að taka snjóhreinsun og hálkuvarnir til skoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um landskipti, Hákonarstaðir 5

Málsnúmer 202111082Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um landskipti. Stofna á lóð úr landi Hákonarstaða 2 (L156902) sem fær heitið Hákonarstaðir 5.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 17.11. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram að lokinni afgreiðslu heimastjórnar Fljótsdalshéraðs.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um landskipti, Eyvindará 16

Málsnúmer 202111086Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um landskipti. Stofna á lóð úr landi Eyvindarár 1 (L157589) sem fær heitið Eyvindará 16.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 17.11. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram að lokinni afgreiðslu heimastjórnar Fljótsdalshéraðs.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Starfsemi Landgræðslunnar á Egilsstöðum

Málsnúmer 202111009Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf dagsett 3. nóvember 2021, frá Árna Bragasyni landgræðslustjóra, þar sem svarað er bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs frá 1.11. 2021, þar sem skorað var á Landgræðsluna að tryggja áframhaldandi starfsemi stofnunarinnar á Egilsstöðum.

Lagt fram til kynningar.

9.Tillaga að friðlýsingu verndarsvæðis norðan Dyrfjalla og náttúruvættisins Stórurðar.

Málsnúmer 202010446Vakta málsnúmer

Á fundi sveitarstjórnar 10.2. 2021 var heimastjórnum Fljótsdalshéraðs og Borgarfjarðar falið að tilnefna fulltrúa í nefndir og ráð og tengiliði við Umhverfisstofnun og Ferðafélag Fljótsdalshéraðs vegna framangreindra svæða (heimastjórn Fljótsdalshéraðs vegna Stórurðar og verndarsvæðis norðan Dyrfjalla og heimastjórn Borgarfjarðar vegna víknanna sunnan Borgarfjarðar).

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til að verkefnastjóri umhverfismála hjá sveitarfélaginu verði fulltrúi Múlaþings vegna verkefnisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Rammahluti aðalskipulags, Stuðlagil

Málsnúmer 202111199Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skipulagslýsing fyrir rammahluta Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs sem unnið er að á svæðinu við Stuðlagil á Jökuldal.
Jafnframt er lagður fram til kynningar samningur milli Múlaþings, Austurbrúar og landeigenda við Stuðlagil um þróun Stuðlagils sem áfangastaðar fyrir ferðamenn.

Eftirfarandi var bókað fundi umhverfis- og framkvæmdráðs 1.12. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi skipulagslýsing, með þeim lagfæringum sem skipulagsfulltrúi hefur lagt til, verði auglýst og kynnt. Lýsingin verði send heimastjórn Fljótsdalshéraðs til umsagnar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi skipulagslýsingu og fagnar því að verið sé að vinna heildstætt að verkefninu í aðalskipulagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Deiliskipulagsbreyting, Grund á Jökuldal

Málsnúmer 202111210Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skipulagslýsing vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir Grund á Jökuldal.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 1.12. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fyrirliggjandi skipulagslýsing, með þeim lagfæringum sem skipulagsfulltrúi hefur lagt til, verði auglýst og kynnt.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykktir að fyrirliggjandi skipulagslýsing, með þeim lagfæringum sem skipulagsfulltrúi hefur lagt til, verði auglýst og kynnt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Deiliskipulag, Hákonarstaðir á Jökuldal

Málsnúmer 202111209Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skipulagslýsing vegna nýs deiliskipulags fyrir Hákonarstaði á Jökuldal.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 1.12. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fyrirliggjandi skipulagslýsing, með þeim lagfæringum sem skipulagsfulltrúi hefur lagt til, verði auglýst og kynnt.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fyrirliggjandi skipulagslýsing, með þeim lagfæringum sem skipulagsfulltrúi hefur lagt til, verði auglýst og kynnt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Valgerðarstaðir nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202102240Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað varðandi áframhaldandi vinnu við gerð deiliskipulags iðnaðar- og athafnasvæðis á Valgerðarstöðum í Fellabæ. Fyrir liggur einnig umsögn Umhverfisstofnunar um lýsingu nýs deiliskipulags á svæðinu þar sem bent er á að á skipulagssvæðinu sé votlendi sem njóti verndar skv. 1. mgr. 61. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 1.12. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð bendir á að svæðið sem um ræðir er skilgreint athafna- og iðnaðarsvæði samkvæmt Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Einnig bendir ráðið á að votlendið sem um ræðir er smátt í sniðum með hliðsjón af umfangi votlendis í Múlaþingi. Í gildandi aðalskipulagi er fjallað um afstöðu sveitarfélagsins til votlendis og verndar þess. Umhverfis og framkvæmdaráð samþykkir að halda áfram vinnu við gerð deiliskipulags fyrir svæðið en felur skipulagsfulltrúa að leitast við að vernda votlendi innan svæðisins eins og kostur er, og að láta skilgreina mótvægisaðgerðir komi til röskunar votlendis við framkvæmdir innan skipulagssvæðisins.
Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tekur undir með umhverfis- og framkvæmdaráði um að leitast verði við að vernda votlendi innan svæðisins eins og kostur er, og að láta skilgreina mótvægisaðgerðir komi til röskunar votlendis við framkvæmdir innan skipulagssvæðisins og samþykkir áframhaldandi vinnu við skipulagsgerðina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttinu.

14.Umsókn um framkvæmdaleyfi. Göngu- og hjólastígur frá Fellabæ að Vök Baths.

Málsnúmer 202111202Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu göngu- og hjólastígar frá Fellabæ að Vök Baths við Urriðavatn.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 1.12. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar umsagnir hafa borist og að lokinni afgreiðslu heimastjórnar. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Umsókn um landskipti, Hraungarður 2

Málsnúmer 202111157Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um landskipti. Stofna á lóð úr landi Eiða (L158058) sem fær heitið Hraungarður 2.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 1.12. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram að lokinni afgreiðslu heimastjórnar. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Umsókn um landskipti, Hraungarður 4

Málsnúmer 202111158Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um landskipti. Stofna á lóð úr landi Eiða (L158058) sem fær heitið Hraungarður 4.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 1.12. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram að lokinni afgreiðslu heimastjórnar. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 14:41.

Getum við bætt efni þessarar síðu?