Fara í efni

Uppbygging á hafnarsvæðum Djúpavogs - Erindi

Málsnúmer 202111013

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 17. fundur - 10.11.2021

Fyrir lá erindi frá framkvæmdastjóra Búlandstinds varðandi skipulagsmál á hafnarsvæði Innri Gleðivíkur.

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir,Jakob Sigurðsson og Stefán Bogi Sveinsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings er sammála því, er fram kemur í fyrirliggjandi erindi, að mikilvægt er að vinna við endurskoðun skipulags hafnarsvæðis á Djúpavogi hefjist sem fyrst. Í þeirri vinnu verði horft til þess að leysa framtíðarþörf bæði hvað varðar athafnasvæði, þjónustu við fraktskip, fiskveiðar og skemmtiferðarskip. Sveitarstjóra falið að sjá til þess að þessi vinna hefjist er fjárhagsáætlun Múlaþings 2022-2025 hefur hlotið afgreiðslu og funda, ásamt fagaðilum, með fulltrúum Búlandstinds m.a. í tengslum við þá vinnu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Djúpavogs - 24. fundur - 07.03.2022


Heimastjórn leggur til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi sem geri ráð fyrir stækkun á hafnar- og athafnasvæðinu við Innri Gleðivík. Samhliða verði unnið að frumhönnun á nýrri höfn sem verði hluti af breytingunni. Á svæðinu er í gildi hverfisvernd sem gerð verður breyting á eftir því sem nauðsynlegt er með tilliti til áforma um uppbyggingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?