Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

24. fundur 07. mars 2022 kl. 10:00 - 13:41 á skrifstofu sveitarfélagsins, Djúpavogi
Nefndarmenn
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Sveinn Kristján Ingimarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Deiliskipulag, Djúpivogur, athafnalóðir

Málsnúmer 202109084Vakta málsnúmer

Aðalskipulagsbreyting er í vinnslu, ekki er hægt að auglýsa deiliskipulag fyrr en að Aðalskipulagsbreyting liggur fyrir. Heimastjórn leggur á það áherslu við umhverfis og framkvæmdasvið að vinnu við skipulagsbreytingarnar verði hraðað eins og kostur er, til að mæta aukinni eftirspurn eftir athafnalóðum.

2.Aðbúnaður gangandi vegfarenda á Djúpavogi

Málsnúmer 202108121Vakta málsnúmer

Heimastjórn leggur áherslu á að samhliða fyrirhuguðum framkvæmdum við fráveitu, verði unnið markvisst að því að bæta aðbúnað gangandi vegfarenda á lagnaleiðinni. Samlegðaráhrif þessara framkvæmda eru töluverð og mikilvægt að nota þau tækifæri sem þar skapast.
Þetta á við bæði innanbæjar til að tengja saman hafnarsvæði sem og við Langatanga í tengslum við útrás.

Einnig vill Heimastjórn benda á að gangstéttar í Markarlandi og efst í Búlandi (Hlíðarhæð að slökkvistöð) eru ónýtar og illfærar fyrir barnavagna og hlaupahjól. Heimstjórn óskar eftir því að Umhverfis og framkvæmdasvið bregðist við þessu ástandi sem allra fyrst.
Vill Heimastjórn minna á fyrri bókun frá 04.01.2021 um sama mál.

3.Umsókn um svæði til notkunar fyrir hestaíþróttir.

Málsnúmer 202110214Vakta málsnúmer

Hestamannafélagið Glampi leggur til tvær tillögur að hestaíþróttasvæði í erindi sínu til sveitarfélagsins. Heimastjórn hugnast betur að skoða tillögu stjórnar Glampa sem er fjær byggð, þar sem Heimastjórn telur að staðsetning í Bóndavörðulág þrengi að framtíðarmöguleikum íbúabyggðar. Einnig vill heimastjórn benda á svæði við Grænhraun þar sem nú er skipulagt akstursíþróttasvæði, sem mögulega væri hægt að breyta fyrir þessa starfsemi.

Heimastjórn leggur á það áherslu að skipulag sé skoðað heildstætt þannig að ein breyting trufli ekki aðra starfsemi eða uppbyggingu á nærliggjandi svæðum.

Heimastjórn vill beina því til Umhverfis og skipulagsráðs að hefja vinnu við aðalskipulagsbreytingu, þar sem tekið verði tillit til framtíðaruppbyggingar byggðarlagsins.

4.Umsókn um byggingarleyfi, spennistöð, Víkurland 17, 765

Málsnúmer 202202001Vakta málsnúmer

Fyrir heimastjórn Djúpavogs liggur umsókn um byggingarheimild vegna spennistöðvar að Víkurlandi 17 (L223454). Málið var tekið til afgreiðslu hjá umhverfis- og framkvæmdaráði 23. febrúar 2022 þar sem samþykkt var að falla frá grenndarkynningu með vísan til lokamálsliðar 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af skilgreindri landnotkun umrædds svæðis í aðalskipulagi.
Fyrir heimastjórn liggur að staðfesta afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Heimastjórn samþykkir byggingarheimildina.

5.Faktorshúsið Djúpavogi

Málsnúmer 202103213Vakta málsnúmer

Heimastjórn telur mikilvægt að "húsakapallinn" á Djúpavogi gangi upp og þær fasteignir sem um ræðir verði fundin hlutverk sem fyrst til að framtíðaruppbygging safna, Björgunar og slökkviliðs og áhaldahús ofl sé möguleg.

Leggur Heimastjórn því til eftirfarandi:

1. Byggð verði björgunarmiðstöð sem hýsir alla viðbragðsaðila og mögulega áhaldahús.
2. Múlaþing leysi til sín Sambúð og hús Rauðakrossdeildar Djúpavogs með þeim möguleika að nýta undir Ríkarðssafn og fleira.
3. Núverandi slökkvistöð verði seld, með kvöðum um notkun, t.d. íbúðir eða verslun og þjónustu.
4. Gamla kirkjan verði notuð sem sýningarrými og/eða fundaraðstaða fyrir litla fundi.
5. Faktorshús, útbúin verði skrifstofuaðstaða í mögulegu samstarfi við leigjendur.

Einnig þarf að huga að aðstöðu fyrir bókasafn og önnur söfn, aðstöðu fyrir skólastarfsemi, ásamt aðstöðu fyrir störf án staðsetningar.

6.Íbúðarlóðir í Múlaþingi, heildarsýn og framtíðaruppbygging

Málsnúmer 202105281Vakta málsnúmer

Heimastjórn óskar eftir því við Umhverfis og skipulagsráð að farið verði í vinnu við breytingar á Aðalskipulagi við Hammersminni með það í huga að hægt verði að deiliskipuleggja raðhúsa og parhúsalóðir. Einnig verði hugað að einbýlishúsalóðum austan við Hammersminni sunnan við Eyjaland.

7.Uppbygging á hafnarsvæðum Djúpavogs - Erindi

Málsnúmer 202111013Vakta málsnúmer


Heimastjórn leggur til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi sem geri ráð fyrir stækkun á hafnar- og athafnasvæðinu við Innri Gleðivík. Samhliða verði unnið að frumhönnun á nýrri höfn sem verði hluti af breytingunni. Á svæðinu er í gildi hverfisvernd sem gerð verður breyting á eftir því sem nauðsynlegt er með tilliti til áforma um uppbyggingu.

Fundi slitið - kl. 13:41.

Getum við bætt efni þessarar síðu?