Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

17. fundur 10. nóvember 2021 kl. 14:00 - 17:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Gauti Jóhannesson forseti
 • Stefán Bogi Sveinsson 1. varaforseti
 • Hildur Þórisdóttir 2. varaforseti
 • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
 • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
 • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
 • Þröstur Jónsson aðalmaður
 • Elvar Snær Kristjánsson aðalmaður
 • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
 • Eyþór Stefánsson aðalmaður
 • Jakob Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
 • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
 • Gunnar Valur Steindórsson starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði
Í upphafi fundar leitaði forseti sveitarstjórnar afbrigða að bæta inn sem lið 9 "Kosning fulltrúa í embætti,stjórnir og nefndir"

Afbrigði samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2022 - 2025

Málsnúmer 202105150Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árið 2022, ásamt þriggja ára áætlun áranna 2023 - 2025, sem vísað var frá byggðaráði til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Eftirtaldir tóku til máls um fjárhagsáætlunina: Björn Ingimarsson sveitarstjóri sem fór yfir fjárhagsáætlun,Gauti Jóhannesson,Berglind Harpa Svavarsdóttir,Elvar Snær Kristjánsson,Kristjana Sigurðardóttir,Hildur Þórisdóttir,Helgi Hlynur Ásgrímsson,Þröstur Jónsson,Eyþór Stefánsson,Stefán Bogi Sveinsson,Eyþór Stefánsson, Jakob Sigurðsson og Þröstur Jónsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2022, ásamt þriggja ára áætlun, til síðari umræðu í byggðaráði og sveitarstjórn.

Samþykkt samhjóða án atkvæðagreiðslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2022 verði óbreytt, eða 14,52%.

Samþykkt samhljóða án átkvæðagreiðslu.

2.Reglur um fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 202101230Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að reglum um fjárhagsaðstoð hjá félagsþjónustu Múlaþings sem samþykktar hafa verið af fjölskylduráði Múlaþing

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi reglur um fjárhagsaðstoð hjá félagsþjónustu Múlaþings og felur félagsmálastjóra að koma þeim í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Aðalskipulagsbreyting, Egilsstaðir, íþróttasvæði

Málsnúmer 202109040Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 20.10.2021,þar sem því er vísað til sveitarstjórnar að fyrirliggjandi skipulagslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, vegna nýs íþróttasvæðis á Egilsstöðum, verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson,Kristjana Sigurðardóttir,Berglind Harpa Svavarsdóttir og Hildur Þórisdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að fyrirliggjandi skipulagslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, vegna nýs íþróttasvæðis á Egilsstöðum, verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að annast framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Borgarfjörður aðalskipulagsbreyting Gamla frystihúsið Blábjörg

Málsnúmer 202102107Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 03.11.2021, þar sem fyrirliggjandi drögum að svörum við athugasemdum við tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 vegna Gamla frystihússins, ásamt tillögu að breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps, er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Til máls tók: Eyþór Stefánsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að svörum við athugasemdum við tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 vegna Gamla frystihússins, ásamt tillögu að breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps, og felur skipulagsfulltrúa að koma afgreiðslu málsins á framfæri.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Aðalskipulagsbreyting, Akstursíþróttasvæði undir Skagafelli á Eyvindarárdal

Málsnúmer 202108146Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 03.11.2021, þar sem því er beint til sveitarstjórnar að skipulagslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna akstursíþróttasvæðis undir Skagafelli verði kynnt í samræmi við ákvæði skipulagslaga.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson,Jakob Sigurðsson,Hildur Þórisdóttir og Berglind Harpa Svavarsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að skipulagslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna akstursíþróttasvæðis undir Skagafelli verði kynnt í samræmi við ákvæði 30.gr.sbr.1.mgr.36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Uppbygging á hafnarsvæðum Djúpavogs - Erindi

Málsnúmer 202111013Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá framkvæmdastjóra Búlandstinds varðandi skipulagsmál á hafnarsvæði Innri Gleðivíkur.

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir,Jakob Sigurðsson og Stefán Bogi Sveinsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings er sammála því, er fram kemur í fyrirliggjandi erindi, að mikilvægt er að vinna við endurskoðun skipulags hafnarsvæðis á Djúpavogi hefjist sem fyrst. Í þeirri vinnu verði horft til þess að leysa framtíðarþörf bæði hvað varðar athafnasvæði, þjónustu við fraktskip, fiskveiðar og skemmtiferðarskip. Sveitarstjóra falið að sjá til þess að þessi vinna hefjist er fjárhagsáætlun Múlaþings 2022-2025 hefur hlotið afgreiðslu og funda, ásamt fagaðilum, með fulltrúum Búlandstinds m.a. í tengslum við þá vinnu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Vegur í og um Hreimsstaði, Hjaltastaðaþinghá

Málsnúmer 202110165Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 01.11.2021, þar sem því er beint til sveitarstjórnar að sjá til þess að teknar verði upp viðræður við Vegagerðina þar sem lögð verði áhersla á að vegurinn milli Rauðholts, Hreimsstaða og Ketilsstaða í Hjaltastaðaþinghá verði aftur settur á vegaskrá og farið verði í vegbætur á honum. Jafnframt verði Selfljót brúað í nágrenni Hreimsstaða.

Til máls tóku: þröstur Jónsson,Jakob Sigurðsson,Stefán Bogi Sveinsson,Jakob Sigurðsson og Vilhjálmur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Með vísan til fyrirliggjandi bókunar heimastjórnar Fljótsdalshéraðs varðandi veg í og um Hreimsstaði í Hjaltastaðaþinghá felur sveitarstjórn Múlaþings sveitarstjóra að koma á fundi sveitarstjórnar og Vegagerðarinnar sem fyrst þar sem þetta mál verði til umfjöllunar m.a.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Breyting á deiliskipulagi við Lagarfossvirkjun, áform um vindmyllur

Málsnúmer 202109106Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 03.11.2021, þar sem því er beint til sveitarstjórnar að gerð verði breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 í samræmi við skipulagslög sem heimili þá nýtingu sem Orkusalan hefur áform um á iðnaðarsvæði við Lagarfossvirkjun.

Til máls tóku: þröstur Jónsson sem lagði fram bókun,Helgi Hlynur Ásgrímsson sem lagði fram bókun,Eyþór Stefánsson sem lagði fram bókun,Stefán Bogi Sveinsson,Helgi Hlynur Ásgrímsson,Þröstur Jónsson,Stefán Bogi Sveinsson,Jakob Sigurðsson,Gauti Jóhannesson og Hildur Þórisdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að gerð verði breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sbr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem heimili þá nýtingu er Orkusalan hefur áform um á iðnaðarsvæði I3 í gildandi aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs. Skipulagfulltrúa falið að koma málinu í framkvæmd.

Tillagan borin upp og samþykkt með 9 atkv. 2 voru á móti (HH og ÞJ)

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Í ljósi þess að uppsetning, rekstur og förgun vindmylla til orkuvinnslu hafa mun meiri neikvæð umhverfisáhrif á einingu uppsetts afls en vatnsaflsvirkjanir, sem og að hafa minna rekstraröryggi, og í ljósi þess að virkjanlegt vatnsafl með rannsóknarleyfi á Austurlandi nemur nú allt að 140MW, þá beri að forgangsraða orkuvinnslu með vatnsafli áður en litið er til meira umhverfisspillandi og síðri kosta til orkuvinnslu í Múlaþingi svo sem vindmilla.
Ég leggst því gegn umbeðinni breytingu á aðalskipulagi við Lagarfossvirkjun.

Helgi Hlynur Ásgrímsson og Þröstur Jónsson lögðu sameiginlega fram eftirfarandi bókun:
Án fyrirliggjandi heildarmats á því hvar eða hvort vindorkuverum sé eðlilega og best fyrir komið í sveitarfélaginu fylgir einhver hætta á slysum á kostnað náttúru og lífríkis. Framangreint sýnir að með hag íbúa og náttúru að leiðarljósi eru engar forsendur til að heimila að reist verði vindorkuver við Lagarfossvirkjun og áréttað skal að slík ákvörðun væri fordæmisgefandi. Við leggjumst því alfarið gegn slíkri leyfisveitingu.

Fulltrúar Austurlistans lögðu fram eftirfarandi bókun:
Austurlistinn skorar á sveitarstjórn Múlaþings að hrinda í framkvæmd eins fljótt og kostur er vinnu við heildstæða stefnumörkun um nýtingu vindorku í sveitarfélaginu. Sú stefnumörkun þarf að byggja á greiningum og mati á svæðum sem henta til slíkrar starfsemi. Best hefði farið á því að hún hefði legið fyrir, nú þegar taka á afstöðu til vindorkukosta.

Austurlistinn mælir með því að veitt verði leyfi fyrir byggingu og rekstri tveggja vindmylla við Lagarfossvirkjun í tilraunaskyni. Litið er til ávinnings af því að reisa myllurnar þar enda hefur því svæði nú þegar verið raskað.

Austurlistinn leggur áherslu á að rekstraraðili hugi að mótvægisaðgerðum m.a. vegna umhverfisáhrifa og dýralífs og gengið verði þannig frá málum af hálfu sveitarfélagsins að skýrt verði hver beri ábyrgð á að fjarlægja búnað að tilraun lokinni. Jafnframt ítrekar Austurlistinn þá afstöðu sína að um tilraunaverkefni er að ræða og óháð niðurstöðum þess mun sveitarfélagið ráða för um frekari uppbyggingu vindorkukosta á svæðinu.

9.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir

Málsnúmer 202010012Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Þresti Jónssyni þar sem fram kemur að skipta þurfi út áheyrnarfulltrúa M-lista í umhverfis- og framkvæmdaráði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að í stað Helga Týs Tumasonar taki Hannes Karl Hilmarsson sæti sem áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og framkvæmdaráði.

Samþykkt samhljóða.

10.Skýrslur heimastjórna

Málsnúmer 202012037Vakta málsnúmer

Formenn heimastjórna fóru yfir helstu málefni sem verið hafa til umfjöllunar hjá viðkomandi heimastjórn og kynntu fyrir sveitarstjórn.

11.Byggðaráð Múlaþings - 35

Málsnúmer 2110007FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

12.Byggðaráð Múlaþings - 36

Málsnúmer 2110013FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

13.Byggðaráð Múlaþings - 37

Málsnúmer 2110020FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

14.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 35

Málsnúmer 2110010FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

15.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 36

Málsnúmer 2110014FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Þröstur Jónsson, sem bar upp fyrirspurn,Stefán Bogi Sveinsson sem svaraði fyrirspurn og Berglind H. Svavarsdóttir

Lagt fram til kynningar.

16.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 37

Málsnúmer 2110021FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

17.Fjölskylduráð Múlaþings - 30

Málsnúmer 2110009FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Berglind H. Svavarsdóttir, Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn, Elvar S.Kristjánsson sem svaraði fyrirspurn

Lagt fram til kynningar.

18.Heimastjórn Borgarfjarðar - 16

Málsnúmer 2110018FVakta málsnúmer

Til máls tók. Eyþór Stefánsson, Stefán Bogi Sveinsson og Helgi Hlynur

Lagt fram til kynningar.

19.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 16

Málsnúmer 2110005FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn, Berglind H. Svavarsdóttir sem svaraðir fyrirspurn, Stefána Bogi Sveinsson sem svaraði einnig fyrirspurn Hildar.

Lagt fram til kynningar.

20.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 15

Málsnúmer 2110019FVakta málsnúmer

Til máls tók: Þröstur Jónsson.

Lagt fram til kynningar.

21.Heimastjórn Djúpavogs - 19

Málsnúmer 2110022FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

22.Ungmennaráð Múlaþings - 8

Málsnúmer 2110011FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Elvar S. Kristjánsson og Berglind H. Svavarsdóttir

Lagt fram til kynningar.

23.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hann hefur unnið að undanförnu og þau verkefni sem eru framundan.

Fundi slitið - kl. 17:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?