Fara í efni

Starfsemi hjá Seyðisfjarðarhöfn 2022

Málsnúmer 202111018

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 17. fundur - 08.11.2021

Rúnar yfir-hafnarvörður fór yfir mál hafnarinnar og framtíðarhorfur. Útlit fyrir skemmtiferðaskipakomur árið 2022 er mjög gott, en 70 komur hafa verið bókaðar og fyrir 2023 hafa verið bókaðar 84 komur nú þegar. Von er á góðri Loðnuvertíð á næsta ári. Raftenging Norrænu er komin á framkvæmdastig og Angró bryggjan verður endurbyggð á næsta ári.

Heimastjórn fagnar því góða gengi sem er á rekstri hafnarinnar með tilheyrandi tekjuaukningu á milli ára, sem gefur mikla möguleika á frekari uppbyggingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?