Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

17. fundur 08. nóvember 2021 kl. 09:30 - 11:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Ólafur H Sigurðsson aðalmaður
  • Rúnar Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Aðalheiður L Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Aðalheiður Borgþórsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Afgreiðsla mála og verkferlar á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202104327Vakta málsnúmer

Fyrir Heimastjórn Seyðisfjarðar liggja tillögur að breytingum á verkferlum við grenndarkynningar. Jafnframt var farið yfir fyrirliggjandi verkferla varðandi deiliskipulag og mögulegar breytingar á þeim með breytingum á samþykktum sveitarfélagsins. Sóley Valdimarsdóttir kom inn á fundinn undir þessum lið og fór yfir tillögurnar.

Heimastjórn Seyðisfjarðar er fylgjandi styttingu á verkferlum varðandi deiliskipulag og grenndarkynningar.

Gestir

  • Sóley Valdemarsdóttir - mæting: 09:30

2.Starfsemi hjá Seyðisfjarðarhöfn 2022

Málsnúmer 202111018Vakta málsnúmer

Rúnar yfir-hafnarvörður fór yfir mál hafnarinnar og framtíðarhorfur. Útlit fyrir skemmtiferðaskipakomur árið 2022 er mjög gott, en 70 komur hafa verið bókaðar og fyrir 2023 hafa verið bókaðar 84 komur nú þegar. Von er á góðri Loðnuvertíð á næsta ári. Raftenging Norrænu er komin á framkvæmdastig og Angró bryggjan verður endurbyggð á næsta ári.

Heimastjórn fagnar því góða gengi sem er á rekstri hafnarinnar með tilheyrandi tekjuaukningu á milli ára, sem gefur mikla möguleika á frekari uppbyggingu.

3.Heimastjórn Seyðisfjarðar - íbúafundur

Málsnúmer 202110029Vakta málsnúmer

Heimastjórn fagnar því að helstu mál íbúafundarins hafi verið tekin fyrir hjá Byggðaráði og Umhverfis- og framkvæmdaráði. Málefni hitaveitunnar, fiskeldis, umgengni um bæinn, verkferlar varðandi framkvæmdir og ofanflóðamál eru komin í feril. Sjá má bókanir á 35. fundi byggðaráðs og 35. fundi Umhverfis- og framkvæmdaráðs.

4.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2022 - 2025

Málsnúmer 202105150Vakta málsnúmer

fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir 2022 - 2025. Heimastjórn fór yfir þau gögn sem lágu fyrir fundinum og gerir ekki athugasemdir. Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?