Fara í efni

Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi, Austurvegur 1

Málsnúmer 202111106

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 39. fundur - 24.11.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform að Austurvegi 1 á Seyðisfirði. Um er að ræða endurbyggingu á Turninum sem fórst í aurskriðu á síðasta ári. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis og framkvæmdaráð samþykkir að láta fara fram grenndarkynningu á byggingaráformum og útmörkum lóðar að Austurvegi 1 á Seyðisfirði. Grenndarkynning nái til Suðurgötu 2 og Austurvegar 3. Auk þess verði áformin kynnt almenningi með auglýsingu og kynningu á heimasíðu sveitarfélagsins með vísan til staðsetningar á áberandi stað í miðju bæjarins á svæði sem nýtur hverfisverndar. Málinu er vísað til heimastjórnar Seyðisfjarðar til afgreiðslu að grenndarkynningu lokinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 19. fundur - 10.01.2022

Fyrir heimastjórn liggur umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi vegna byggingaráforma að Austurvegi 1 á Seyðisfirði. Um er að ræða endurbyggingu á Turninum sem fórst í aurskriðu á síðasta ári. Ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu. Málið var tekið fyrir á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 24. nóvember sl. þar sem samþykkt var að láta fara fram grenndarkynningu á byggingaráformum og útmörkum lóðarinnar. Áformin voru grenndarkynnt frá 29. nóvember til 4. janúar 2022 fyrir eigendum Suðurgötu 2 og Austurvegar 3 og jafnframt kynnt almenningi með auglýsingu og kynningu á heimasíðu sveitarfélagsins með vísan til staðsetningar á áberandi stað í miðju bæjarins á svæði sem nýtur hverfisverndar. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn staðfestir að grenndarkynningu fyrirhugaðra byggingaráforma sé lokið án athugasemda og umsókninni vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Getum við bætt efni þessarar síðu?