Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

39. fundur 24. nóvember 2021 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
  • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
  • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari umhverfis- og framkvæmdasviðs

1.Málefni hafna í Múlaþingi

Málsnúmer 202111134Vakta málsnúmer

Hafnastjóri kynnti tillögu að gjaldskrá hafna í Múlaþingi fyrir árið 2022. Jafnframt fór hann yfir fyrirhugaðar framkvæmdir á höfnum í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi gjaldskrá hafna í Múlaþingi og vísar henni til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Björn Ingimarsson - mæting: 08:30

2.Vinnuskóli 2021

Málsnúmer 202101159Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsstjóri og verkefnastjóra umhverfismála kynntu tillögur að fyrirkomulagi við vinnuskóla Múlaþings 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela Ííþrótta- og æskulýðsstjóra og verkefnastjóra umhverfismála að vinna áfram að undirbúningi vinnuskólans á grundvelli þeirra tillagna sem lágu fyrir fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Freyr Ævarsson - mæting: 09:30
  • Bylgja Borgþórsdóttir - mæting: 09:30

3.Vindorka í Múlaþingi

Málsnúmer 202111136Vakta málsnúmer

Starfsmenn EFLU kynntu fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði minnisblað um mögulegt verkefni við greiningu svæða til vindorkunýtingar í Múlaþingi.

Málið er í vinnslu.

Gestir

  • Ásbjörn Egilsson - mæting: 10:00
  • Einar Andresson - mæting: 10:00
  • Hrafnhildur Brynjólfsdóttir - mæting: 10:00

4.Aðalskipulagsbreyting, Djúpivogur, Útrás og hreinsivirki

Málsnúmer 202111135Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur beiðni frá HEF veitum um að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps vegna fyrirhugaðra framkvæmda við útrás og hreinsivirki.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að unnin verði breyting á aðalskipulagi Djúpavogshrepps sem geri ráð fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum við fráveitukerfi. Jafnframt verði skoðað hvort fleiri breytingar verði gerðar samhliða ef það er talið geta hentað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsókn um framkvæmdaheimild, lagnir, hafnasvæði Djúpavogs

Málsnúmer 202111084Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Búlandstindi ehf. þar sem óskað er eftir heimild til lagnaframkvæmda frá starfsstöð fyrirtækisins á hafnarsvæði Djúpavogshafnar að starfsstöð fyrirtækisins í Innri-Gleðivík.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir því við HEF veitur að skoða hvort hægt er að vinna að þessum framkvæmdum samhliða áformum um endurbætur á fráveitukerfinu á Djúpavogi, kanna möguleg samlegðaráhrif og draga þannig úr raski og áhrifum á umhverfið. Jafnframt samþykkir ráðið að taka tillit til þessara áforma í breytingartillögu á aðalskipulagi Djúpavogs vegna fyrirhugaðra fráveituframkvæmda eftir því sem tilefni er til.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi, Austurvegur 1

Málsnúmer 202111106Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform að Austurvegi 1 á Seyðisfirði. Um er að ræða endurbyggingu á Turninum sem fórst í aurskriðu á síðasta ári. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis og framkvæmdaráð samþykkir að láta fara fram grenndarkynningu á byggingaráformum og útmörkum lóðar að Austurvegi 1 á Seyðisfirði. Grenndarkynning nái til Suðurgötu 2 og Austurvegar 3. Auk þess verði áformin kynnt almenningi með auglýsingu og kynningu á heimasíðu sveitarfélagsins með vísan til staðsetningar á áberandi stað í miðju bæjarins á svæði sem nýtur hverfisverndar. Málinu er vísað til heimastjórnar Seyðisfjarðar til afgreiðslu að grenndarkynningu lokinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um lóð, Bláargerði 17

Málsnúmer 202111131Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um lóðina Bláargerði 17 á Egilsstöðum, dagsett 17. nóvember.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá úthlutun lóðarinnar.
Í ljósi stöðu á húsnæðismarkaði, og sbr. heimild í b) lið 3. gr. samþykktar um úthlutun lóða í Múlaþingi, er úthlutunin gerð með fyrirvara um að umsækjandi leggi fram innan 15 virkra daga staðfestingu frá viðskiptabanka eða fjármálastofnun sem sýnir fram á að umsækjandi geti fjármagnað framkvæmdirnar. Verði staðfestingu ekki skilað innan tilskilins frests fellur úthlutun úr gildi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um lóð, Bláargerði 19

Málsnúmer 202111132Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um lóðina Bláargerði 19 á Egilsstöðum, dagsett 17. nóvember.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá úthlutun lóðarinnar.
Í ljósi stöðu á húsnæðismarkaði, og sbr. heimild í b) lið 3. gr. samþykktar um úthlutun lóða í Múlaþingi, er úthlutunin gerð með fyrirvara um að umsækjandi leggi fram innan 15 virkra daga staðfestingu frá viðskiptabanka eða fjármálastofnun sem sýnir fram á að umsækjandi geti fjármagnað framkvæmdirnar. Verði staðfestingu ekki skilað innan tilskilins frests fellur úthlutun úr gildi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Ofanflóðavarnir undir Bjólfi á Seyðisfirði - verkhönnun

Málsnúmer 202012052Vakta málsnúmer

Verksamningur vegna snjóflóðavarna á Seyðisfirði, Aldan og Bakkahverfi, lagður fram til kynningar.

10.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2021

Málsnúmer 202103053Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur fundargerð 439. fundar Hafnasambands Íslands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir bókun stjórnar Hafnasambands Íslands, sem lýsir yfir áhyggjum af notkun og starfsemi sláturskipa í fiskeldi og þeirra neikvæðu áhrifa sem þau hafa á rekstrarumhverfi hafna. Notkun slíkra skipa skerðir verulega tekjumöguleika þeirra hafna þar sem eldisfiski er dælt til slátrunar og vinnslu en á sama tíma gera eldisfyrirtækin kröfu um góðar hafnaraðstæður og að þjónusta sé til staðar. Stjórn hafnasambandsins hvetur til þess að starfsemi og notkun sláturskipa í fiskeldi verði sérstaklega tekin til skoðunar og sett verði skýr ákvæði í lög og reglugerðir um starfsemi og notkun sláturskipa hér við land.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundargerðin lögð fram til kynningar að öðru leyti.

11.Starfshópur um gerð loftslagsstefnu fyrir Múlaþing

Málsnúmer 202110188Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð 1. fundar starfshóps um gerð loftslagsstefnu fyrir Múlaþing.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir skipan Þrastar Jónssonar sem fulltrúa M-lista í starfshóp um gerð loftslagsstefnu Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?