Fara í efni

Vegþjónusta vegna skólaaksturs við Brúarásskóla

Málsnúmer 202111108

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 16. fundur - 06.12.2021

Fyrir liggur erindi frá Steinunni Snædal, fyrir hönd Foreldrafélags Brúarásskóla, þar sem lýst er áhyggjum og óánægju með að að vegir séu ekki þjónustaðir á viðunnandi hátt hvað varðar mokstur og hálkuvarnir, í tengslum við skólaakstur Brúarásskóla.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að taka snjóhreinsun og hálkuvarnir til skoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 41. fundur - 15.12.2021

Fyrir liggur erindi frá Steinunni Snædal, fyrir hönd Foreldrafélags Brúarásskóla, þar sem lýst er áhyggjum og óánægju með að að vegir séu ekki þjónustaðir á viðunnandi hátt hvað varðar mokstur og hálkuvarnir, í tengslum við skólaakstur Brúarásskóla.
Á fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs 1.12. 2021 var eftirfarandi bókað: Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að taka snjóhreinsun og hálkuvarnir til skoðunar.

Erindið var tekið fyrir undir lið 1 í þessari fundargerð.

Fjölskylduráð Múlaþings - 34. fundur - 21.12.2021

Fjölskylduráð tekur undir áhyggjur foreldrafélags Brúarásskóla sem koma fram í erindinu og óskar eftir að fá að fylgjast með niðurstöðu þeirrar vinnu sem nú fer fram í samræmi við bókun umhverfisráðs á 41. fundi 15. desember sl.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?