Fara í efni

Garðarsvegur 1, breyting á lóðamörkum

Málsnúmer 202111140

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 40. fundur - 01.12.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að nýju lóðablaði vegna Garðarsvegar 1 á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir nýtt lóðarblað dagsett 18.11.2021 fyrir lóðina Garðarsveg 1 á Seyðisfirði.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 var fjarverandi (JS).

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 20. fundur - 07.02.2022

Fyrir heimastjórn liggja drög að nýju lóðablaði dagsett 18.11.2021 vegna Garðarsvegar 1 á Seyðisfirði.

Um er að ræða lagfæringu á lóðamörkum þar sem skráð lóðastærð var ranglega skráð. Fyrirliggjandi lóðablað var samþykkt á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 1. desember 2021 og afgreiðslu þess vísað til heimastjórnar til staðfestingar.

Heimastjórn Seyðisfjarðar gerir ekki athugasemd við samþykkt umhverfis- og framkvæmdaráðs og samþykkir lagfæringu á lóðamörkum eins og umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til.
Getum við bætt efni þessarar síðu?