Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

20. fundur 07. febrúar 2022 kl. 09:30 - 12:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Ólafur H Sigurðsson aðalmaður
  • Rúnar Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Aðalheiður L Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Aðalheiður Borgþórsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Þjónustusamningur við Austurbrú vegna atvinnumála á Seyðisfirði 2021

Málsnúmer 202102097Vakta málsnúmer

Urður Gunnarsdóttir starfsmaður Austurbrúar og Verkefnastjórnar um stuðning við atvinnulífið á Seyðisfirði mætir á fundinn og fer yfir kostnaðaryfirlit frá Austurbrú.

Heimastjórn þakkar fyrir greinagóða samantekt, fyrsta úthlutun er komin vel á veg. Mikilvægt er að Austurbrú kynni framgang verkefna fyrir íbúum Seyðisfjarðar.

Gestir

  • Urður Gunnarsdóttir - mæting: 09:30

2.Garðarsvegur 1, breyting á lóðamörkum

Málsnúmer 202111140Vakta málsnúmer

Fyrir heimastjórn liggja drög að nýju lóðablaði dagsett 18.11.2021 vegna Garðarsvegar 1 á Seyðisfirði.

Um er að ræða lagfæringu á lóðamörkum þar sem skráð lóðastærð var ranglega skráð. Fyrirliggjandi lóðablað var samþykkt á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 1. desember 2021 og afgreiðslu þess vísað til heimastjórnar til staðfestingar.

Heimastjórn Seyðisfjarðar gerir ekki athugasemd við samþykkt umhverfis- og framkvæmdaráðs og samþykkir lagfæringu á lóðamörkum eins og umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til.

3.Umsókn um byggingarheimild, Vesturvegur 34, vinnubúðir Héraðsverks

Málsnúmer 202201069Vakta málsnúmer

Fyrir heimastjórn Seyðisfjarðar liggur umsókn um byggingarheimild dagsett 14. janúar 2022 fyrir vinnubúðir á Seyðisfirði. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu og tók umhverfis- og framkvæmdaráð afstöðu til grenndarkynningar á fundi sínum þann 19. janúar síðast liðinn.

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti að falla frá grenndarkynningu með vísan til lokamálsliðar 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af því að fjarlægð frá næstu nágrönnum er slík að ekki er líklegt að áformin hafi veruleg grenndaráhrif.

Heimastjórn Seyðisfjarðar gerir ekki athugasemd við samþykkt umhverfis- og framkvæmdaráðs.

4.Laxeldi á Seyðifirði

Málsnúmer 202101050Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur álit Skipulagsstofnunar á fyrirhugðuðu 10.000 tonna eldi á laxi í Seyðisfirði á vegum Fiskeldis Austfjarða.

Umræðu frestað til næsta fundar.

5.Strandveiðar 2022

Málsnúmer 202201043Vakta málsnúmer

Heimastjórn tekur undir eftirfarandi bókun heimastjórnar Borgarfjarðar varðandi skerðingu aflaheimilda strandveiðibáta fiskveiðiárið 2021/2022 og mótmælir harðlega skerðingunni:

"Heimastjórn Borgarfjarðar eystri mótmælir harðlega skerðingu aflaheimilda til strandveiða árið 2022 um 1.500 tonn.

Í reglugerð sem sett var 21. desember síðastliðinn minnkaði ráðherra áætlaðar aflaheimildir til strandveiða um 1.500 tonn úr 10.000 tonnum í 8.500 tonn af þorski."

6.Húsnæðisáætlun og skipulagsmál

Málsnúmer 202104062Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja drög að húsnæðisáætlun fyrir Múlaþing.

Heimastjórn Seyðisfjarðar gerir ekki athugasemd við Húsnæðisáætlunina og samþykkir fyrirliggjandi áætlun fyrir sitt leiti.

7.Íbúðakjarni á Seyðisfirði

Málsnúmer 202010458Vakta málsnúmer

Bygging íbúðakjarna fyrir 55 plús á Garðarsvelli er í undirbúningi. Óskað er skýringar á því hvers vegna byggingarframkvæmdir séu ekki hafnar á Garðarsvelli. Hugrún Hjálmarsdóttir umhverfis- og framkvæmdastjóri Múlaþings mætir á fundinn undir þessum lið.

Heimastjórn kallar eftir skýringum á því af hverju byggingarframkvæmdir séu ekki hafnar á Garðarsvelli þrátt fyrir stórorðar yfirlýsingar allra sem að málinu koma.

Hugrún Hjálmarsdóttir umhverfis- og framkvæmdastjóri Múlaþings fór yfir stöðu verkefnisins. Bæjartún er komið með byggingarleyfi og samkvæmt upplýsingum frá Bæjartúni verða húsin sett í framleiðslu í mars. Fundur var haldinn með félagi eldri borgara á Seyðisfirði varðandi íbúakjarnann og kannaður áhugi þeirra fyrir félagsaðstöðu í miðrými kjarnans. Byggðaráð hefur samþykkt að leigja þá aðstöðu af Bæjartúni.

Gestir

  • Hugrun Hjálmarsdóttir umhverfis- og framkvæmdastjóri Múlaþings - mæting: 10:00

8.Íþróttamiðstöð Seyðisfjarðar

Málsnúmer 202202030Vakta málsnúmer

Lokun ljósastofunnar í Íþróttamiðstöðinni á Seyðisfirði.

Heimastjórn lýsir yfir undrun sinni á þjónustuskerðingu í íþróttamiðstöðinni þar sem búið er að taka ákvörðun um að loka ljósastofunni sem þar hefur verið frá upphafi. Heimastjórn minnir á að hvergi á Íslandi er sólargangur í þéttbýli á Íslandi skemmri en á Seyðisfirði.

Heimastjórn beinir því til forstöðumanns að taka málið til endurskoðunar varðandi það að nýta bekkinn á meðan að hann endist.

9.Gamla ríkið á Seyðisfirði

Málsnúmer 202010547Vakta málsnúmer

Hugrún Hjálmarsdóttir kom inn á fundinn og fer yfir stöðu mála.

Hugrún Hjálmarsdóttir fór yfir stöðu mála. Málið er stopp vegna þess að beðið er eftir endanlegu hættumati og frummatsskýslu vegna ofanflóða á svæðinu. Heimastjórn leggur áherslu á að framkvæmdir við húsið hefjist sem allra fyrst. Heimastjórn beinir þeim tilmælum til umhverfis- og framkvæmdaráðs að það mætti byrja á verkefnum eins og að smíða glugga, hurðir og að lagfæra innréttingarnar í húsinu.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?