Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

40. fundur 01. desember 2021 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
  • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
  • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari umhverfis- og framkvæmdasviðs
Jakob Sigurðsson vék af fundi undir liðum nr. 10-19.
Hannes Hilmarsson vék af fundi undir liðum nr. 13-19.

1.Deiliskipulag, miðbær Egilsstaða

Málsnúmer 202010320Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri gerði grein fyrir stöðu vinnu við gerð kynningarefnis og markaðssetningu miðbæjar Egilsstaða.

Málið er í vinnslu.

2.Lóðaleigusamningur og Samþykkt um úthlutun lóða, endurskoðun

Málsnúmer 202101229Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að endurskoðun samþykktar um úthlutun lóða í Múlaþingi. Um er að ræða breytingar vegna uppfærslu á byggingarstaðli ÍST 51:2021 auk orðalags.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi breytingar á samþykkt um úthlutun lóða hjá Múlaþingi og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Framkvæmdir við Herðubreið, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202106070Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri framkvæmdamála kynnti niðurstöður íbúakönnunar vegna utanhússklæðningar á Herðubreið á Seyðisfirði. Ekki kom fram afgerandi niðurstaða úr könnuninni en álklæðning hlaut flest atkvæði og steining fæst.

Málið er í vinnslu.

Gestir

  • Kjartan Róbertsson - mæting: 09:40

4.Skilavegir

Málsnúmer 202109085Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að samningi milli sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar um veghald á skilavegum. Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnir stöðu málsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að vinna áfram að málinu með það fyrir augum að ljúka samningum fyrir áramót. Málinu er vísað til byggðarráðs til afgreiðslu þegar lokadrög að samningi liggja fyrir ásamt fylgiskjölum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Ósk um afstöðu Múlaþings til uppbyggingu á Lónsleiru Seyðisfirði

Málsnúmer 202111057Vakta málsnúmer

Jónína Brynjólfsdóttir vakti máls á mögulegu vanhæfi sínu í málinu sem starfandi safnstjóri Tækniminjasafns Austurlands. Formaður bar upp tillögu þess efnis sem var samþykkt samhljóða og vék hún af fundi við umræðu og afgreiðslu.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá lóðarhöfum við Lónsleiru 7 og 9 er varðar hugmyndir um frekari uppbyggingu við Lónsleiru 11 og 13. Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir fundi hans með málsaðilum þar sem fram kom að fyrirhuguð áform eru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag. Fram kom að Tækniminjasafn Austurlands hefur sent byggðaráði Múlaþings erindi þar sem óskað er eftir umræddum lóðum til framtíðaruppbyggingar safnins í samræmi við tillögur ráðgjafanefndar um færslu húsa á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar erindið og fagnar hugmyndum um frekari uppbyggingu á Seyðisfirði. Ráðið felur formanni og skipulagsfulltrúa að funda með málsaðilum um mögulega útfærslu á fyrirliggjandi hugmyndum þeirra.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir því við heimastjórn Seyðisfjarðar að unnin verði breyting á gildandi deiliskipulagi svæðisins þar sem horft verði til þeirra hugmynda sem fram hafa komið um nýtingu þess.
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að taka lóðirnar Lónsleira 1-5 og 11-17 út af lista yfir lausar lóðir í Múlaþingi á meðan málið er til skoðunar.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 (JB) var fjarverandi.

Gestir

  • Úlfar Trausti Þórðarson - mæting: 10:10

6.Verndarsvæði í byggð, Egilsstaðir

Málsnúmer 202011161Vakta málsnúmer

Athugasemdafresti vegna kynningar á verkefninu Verndarsvæði í byggð á Egilsstöðum lauk 18. nóvember sl. Ein athugasemd barst og liggur fyrir ráðinu að taka afstöðu til hennar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir innkomna athugasemd sem lýtur að því að húseigandi að Selási 26 telur að húsið, sem er í útjaðri verndarsvæðisins samkvæmt tillögunni, eigi heima innan þess. Ráðið tekur undir þetta og felur ráðgjafa að stækka svæðið sem lóð þess nemur og gera nauðsynlegar breytingar á fylgigögnum tillögunnar með tilliti til þess. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að verndaráætlun fyrir byggðina í elsta hluta Egilsstaðabæjar og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Rammahluti aðalskipulags, Stuðlagil

Málsnúmer 202111199Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur skipulagslýsing fyrir rammahluta Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs sem unnið er að á svæðinu við Stuðlagil á Jökuldal.
Jafnframt er lagður fram til kynningar samningur milli Múlaþings, Austurbrúar og landeigenda við Stuðlagil um þróun Stuðlagils sem áfangastaðar fyrir ferðamenn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi skipulagslýsing, með þeim lagfæringum sem skipulagsfulltrúi hefur lagt til, verði auglýst og kynnt. Lýsingin verði send heimastjórn Fljótsdalshéraðs til umsagnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Deiliskipulagsbreyting, Grund á Jökuldal

Málsnúmer 202111210Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur skipulagslýsing vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir Grund á Jökuldal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fyrirliggjandi skipulagslýsing, með þeim lagfæringum sem skipulagsfulltrúi hefur lagt til, verði auglýst og kynnt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Deiliskipulag, Hákonarstaðir á Jökuldal

Málsnúmer 202111209Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur skipulagslýsing vegna nýs deiliskipulags fyrir Hákonarstaði á Jökuldal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fyrirliggjandi skipulagslýsing, með þeim lagfæringum sem skipulagsfulltrúi hefur lagt til, verði auglýst og kynnt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Valgerðarstaðir nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202102240Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur minnisblað varðandi áframhaldandi vinnu við gerð deiliskipulags iðnaðar- og athafnasvæðis á Valgerðarstöðum í Fellabæ. Fyrir ráðinu liggur einnig umsögn Umhverfisstofnunar um lýsingu nýs deiliskipulags á svæðinu þar sem bent er á að á skipulagssvæðinu sé votlendi sem njóti verndar skv. 1. mgr. 61. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð bendir á að svæðið sem um ræðir er skilgreint athafna- og iðnaðarsvæði samkvæmt Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Einnig bendir ráðið á að votlendið sem um ræðir er smátt í sniðum með hliðsjón af umfangi votlendis í Múlaþingi. Í gildandi aðalskipulagi er fjallað um afstöðu sveitarfélagsins til votlendis og verndar þess. Umhverfis og framkvæmdaráð samþykkir að halda áfram vinnu við gerð deiliskipulags fyrir svæðið en felur skipulagsfulltrúa að leitast við að vernda votlendi innan svæðisins eins og kostur er, og að láta skilgreina mótvægisaðgerðir komi til röskunar votlendis við framkvæmdir innan skipulagssvæðisins.
Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 var fjarverandi (JS).

11.Deiliskipulagsbreyting, Eyjólfsstaðaskógur, svæði D, E og F

Málsnúmer 202109166Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Eyjólfsstaðaskógar, svæði D, E og F. Grenndarkynningu lauk 18. nóvember sl. án athugasemda frá íbúum en taka þarf afstöðu til umsagnar HAUST.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir athugasemd sem barst og samþykkir að gera viðeigandi lagfæringar á tillögunni. Ráðið samþykkir tillöguna með breytingu og vísar henni til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 var fjarverandi (JS).

12.Umsókn um framkvæmdaleyfi. Göngu- og hjólastígur frá Fellabæ að Vök Baths.

Málsnúmer 202111202Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu göngu- og hjólastígar frá Fellabæ að Vök Baths við Urriðavatn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar umsagnir hafa borist og að lokinni afgreiðslu heimastjórnar. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 var fjarverandi (JS).

13.Umsókn um framkvæmdaleyfi, lagnir á athafnasvæði, Djúpivogur

Málsnúmer 202111200Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðra lagnaframkvæmda HEF veitna, Mílu og RARIK að Víkurlandi 6 á Djúpavogi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir erindið ásamt meðfylgjandi gögnum frá framkvæmdaaðila. Fyrir liggur samþykki minjavarðar Austurlands. Ráðið samþykkir erindið og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi að fenginni afgreiðslu heimastjórnar. Málinu er vísað til heimastjórnar Djúpavogs til afgreiðslu.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 var fjarverandi (JS).

14.Umsókn um lóð, Hamrar 16

Málsnúmer 202111094Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um lóð að Hömrum 16 á Egilsstöðum dags. 13. nóvember 2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá úthlutun lóðarinnar. Í ljósi stöðu á húsnæðismarkaði, og sbr. heimild í b) lið 3. gr. samþykktar um úthlutun lóða í Múlaþingi, er úthlutunin gerð með fyrirvara um að umsækjandi leggi fram innan 15 virkra daga staðfestingu frá viðskiptabanka eða fjármálastofnun sem sýnir fram á að umsækjandi geti fjármagnað framkvæmdirnar. Verði staðfestingu ekki skilað innan tilskilins frests fellur úthlutun úr gildi.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 var fjarverandi (JS).

15.Umsókn um breytingu á staðfangi, Bakkavegur 26

Málsnúmer 202111075Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um breytingu á staðfangi við Bakkaveg 26 á Borgarfirði eystri. Óskað er eftir að nýtt staðfang verði Bakkakot.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að láta breyta staðfanginu.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 var fjarverandi (JS).

16.Garðarsvegur 1, breyting á lóðamörkum

Málsnúmer 202111140Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að nýju lóðablaði vegna Garðarsvegar 1 á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir nýtt lóðarblað dagsett 18.11.2021 fyrir lóðina Garðarsveg 1 á Seyðisfirði.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 var fjarverandi (JS).

17.Umsókn um landskipti, Hraungarður 2

Málsnúmer 202111157Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um landskipti. Stofna á lóð úr landi Eiða (L158058) sem fær heitið Hraungarður 2.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram að lokinni afgreiðslu heimastjórnar. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 var fjarverandi (JS).

18.Umsókn um landskipti, Hraungarður 4

Málsnúmer 202111158Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um landskipti. Stofna á lóð úr landi Eiða (L158058) sem fær heitið Hraungarður 4.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram að lokinni afgreiðslu heimastjórnar. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 var fjarverandi (JS).

19.Aðalfundur HAUST 2021

Málsnúmer 202110047Vakta málsnúmer

Fundargerð aðalfundar HAUST 2021 lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?