Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi, lagnir á athafnasvæði, Djúpivogur

Málsnúmer 202111200

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 40. fundur - 01.12.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðra lagnaframkvæmda HEF veitna, Mílu og RARIK að Víkurlandi 6 á Djúpavogi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir erindið ásamt meðfylgjandi gögnum frá framkvæmdaaðila. Fyrir liggur samþykki minjavarðar Austurlands. Ráðið samþykkir erindið og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi að fenginni afgreiðslu heimastjórnar. Málinu er vísað til heimastjórnar Djúpavogs til afgreiðslu.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 var fjarverandi (JS).

Heimastjórn Djúpavogs - 21. fundur - 07.12.2021

Umsókn um framkvæmdaleyfi frá Guðmundi Magna Bjarnasyni fyrir hönd Rarik um að leggja rafmagn frá Spennistöð við Víkurland 17 á Djúpavogi að Víkurland 6a (nýrri plastkassaverksmiðju) ásamt því að endurnýja vatnslögn á hluta leiðarinnar.

Heimastjórn samþykkir umrætt framkvæmdaleyfi.
Getum við bætt efni þessarar síðu?