Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

21. fundur 07. desember 2021 kl. 14:00 - 16:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Djúpavogi
Nefndarmenn
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Sveinn Kristján Ingimarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Umsókn um framkvæmdaleyfi, lagnir á athafnasvæði, Djúpivogur

Málsnúmer 202111200Vakta málsnúmer

Umsókn um framkvæmdaleyfi frá Guðmundi Magna Bjarnasyni fyrir hönd Rarik um að leggja rafmagn frá Spennistöð við Víkurland 17 á Djúpavogi að Víkurland 6a (nýrri plastkassaverksmiðju) ásamt því að endurnýja vatnslögn á hluta leiðarinnar.

Heimastjórn samþykkir umrætt framkvæmdaleyfi.

2.Fundir sveitarstjórnar, ráða og heimastjórna janúar til júlí 2022

Málsnúmer 202111194Vakta málsnúmer

Inngangur
Skipulagðir fundir Heimastjórnar Djúpavogs fram á vor.

Gert er ráð fyrir 1 fundi að jafnaði og er fundardagur 1. mánudagur hvers mánaðar nema í janúar apríl og maí þar sem það er 2. mánudagur. Fundardagatal sveitarfélagsins er aðgengilegt á heimasíðu Múlaþings.


Heimastjórn samþykkir framlagt fundarplan.

3.Aðalskipulagsbreyting, Djúpivogur, Útrás og hreinsivirki

Málsnúmer 202111135Vakta málsnúmer

Kynnt fyrir heimastjórn staðan á vinnu við Aðalskipulagsbreytingu vegna útrásar við Langatanga.

Heimastjórn fagnar því að þessi vinna sé farin af stað og jafnramt lýsir yfir ánægju með að frárennslismál byggðarlagsins í heild, séu nú í endurskoðun og áform um frekari úrbætur séu komnar á áætlun.

Heimastjórn telur mikilvægt að gengið sé vel um umhverfi Langatanga, sem er að mestu ósnortið og að allur frágangur sé góður og mannvirki falli vel að umhverfinu.

Einnig vill Heimastjórn hvetja til að nýta sem best möguleg samlegðaráhrif við þessa framkvæmd og stígagerð á svæðinu.

4.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir

Málsnúmer 202010012Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun byggðarráðs þar sem því er beint til heimastjórnar Djúpavogs að skipa í stjórn Ríkarðssafns.


Heimastjórn samþykkir að Jódís Skúladóttir sitji áfram í stjórn Ríkarðssafns.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?