Fara í efni

Borgarfjarðarvegur 94 - Borgarfjörður til Borgarfjarðarhafnar

Málsnúmer 202112020

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 18. fundur - 06.12.2021

Umferðaröryggi á vegkaflanum frá Borgarfirði til Borgarfjarðarhafnar, í daglegu tali nefndur Hafnarvegur, er vegna aukinnar umferðar ferðamanna verulega ábótavant. Vegurinn er mjór og á háannatíma er þar talsverð umferð stórra ökutækja. Óhöpp hafa orðið þar sem erfitt er að mætast. Þær úrbætur sem gerðar voru á veginum 2018 voru af hinu góða en ljóst er að frekari úrbóta er þörf.

Heimastjórn skorar á Vegagerðina að fara án tafar í úrbætur og breikkun á Hafnarveginum og vísar því til sveitarstjórnar að koma því á framfæri.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 19. fundur - 12.01.2022

Fyrir lá bókun frá fundi heimastjórnar Borgarfjarðar, dags. 06.12.2021, þar sem því er beint til sveitarstjórnar að koma á framfæri við Vegagerðina áherslum heimastjórnar varðandi mikilvægi þess að farið verði í úrbætur og breikkun vegar er liggur frá Borgarfirði og út í höfn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Borgarfjarðar varðandi mikilvægi umræddra úrbóta og felur sveitarstjóra að koma fyrirliggjandi athugasemdum heimastjórnar á framfæri við fulltrúa Vegagerðarinnar og ráðherra samgöngumála

Til máls tóku: Vilhjálmur Jónsson, Jakob Sigurðsson, Eyþór Stefánsson og Björn Ingimarsson

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 22. fundur - 06.04.2022

Heimastjórn ítrekar fyrr bókanir sínar vegna vegtengingar milli Borgarfjarðar og Borgarfjarðarhafnar. Mikilvægt er að tryggja fjármagn til framkvæmda á veginum fyrir sumarið þar sem mikill fjöldi ferðamanna og töluverðir fiskiflutningar munu fara um veginn og talsverð slysahætta vegna þess. Breikkun alls vegarins er að mati heimastjórnar algjört forgangsatriði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?