Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

19. fundur 12. janúar 2022 kl. 14:00 - 17:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Gauti Jóhannesson forseti
  • Stefán Bogi Sveinsson 1. varaforseti
  • Hildur Þórisdóttir 2. varaforseti
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir varamaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson aðalmaður
  • Elvar Snær Kristjánsson aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
  • Haddur Áslaugsson starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Aðalskipulagsbreyting, Djúpivogur, Ný vegtenging, útrás og hreinsivirki

Málsnúmer 202111135Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 05.01.2022, þar sem því er vísað til sveitarstjórnar að fyrirliggjandi skipulagslýsing vegna fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps fyrir nýja vegtengingu og fráveitumannvirki verði kynnt í samræmi við ákvæði skipulagslaga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir, að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs, að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við ákvæði 30. gr. sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Til máls tóku: Hildur Þórisdóttir, Þröstur Jónsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Þröstur Jónsson

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Afslættir af gatnagerðargjöldum í Múlaþingi

Málsnúmer 202101232Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 05.01.2022, þar sem samþykkt er að veittir verði afslættir af gatnagerðargjöldum tilgreindra íbúðalóða á einstökum svæðum innan sveitarfélagsins árið 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem fyrir liggur að ekki komi til verulegs kostnaðar sveitarfélagsins við gatnagerð svo unnt verði að byggja á viðkomandi lóðum staðfestir sveitarstjórn Múlaþings samþykkt umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 05.01.2022, varðandi afslætti af gatnagerðargjöldum tilgreindra íbúðalóða á einstökum svæðum innan sveitarfélagsins. Umræddir afslættir eru ýmist tímabundnir og gilda fyrir árið 2022 eða ótímabundnir. Þar sem sveitarfélagið hefur samið um sérstök framlög til húsnæðisverkefna skal afsláttur þessi teljast framlag.

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir, Hildur þórisdóttir með fyrirspurn, Stefán Bogi Sveinsson sem svaraði fyrirspurn, Eyþór Stefánsson með fyrirspurn, Stefán Bogi Sveinsson svarar fyrirspurn Eyþórs og að lokum Þröstur Jónsson

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Reglur Múlaþings um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk

Málsnúmer 202111089Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fjölskylduráði, dags. 26.11.2021, þar sem framlögð drög að reglum um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk voru samþykktar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir afgreiðslu fjölskylduráðs þar sem framlögð drög að reglum um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk voru samþykktar á fundi dags. 26.11.2021 og felur félagsmálastjóra að sjá til þess að koma þeim í framkvæmd.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn, Elvar Snær kristjánsson sem svaraði fyrirspurn og Stefán Bogi Sveinsson.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Reglur um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk hjá Múlaþingi

Málsnúmer 202111083Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fjölskylduráði, dags. 26.11.2021, þar sem framlögð drög að reglum um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk hjá Múlaþingi voru samþykktar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir afgreiðslu fjölskylduráðs þar sem framlögð drög að reglum um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk hjá Múlaþingi voru samþykktar á fundi dags. 26.11.2021 og felur félagsmálastjóra að sjá til þess að koma þeim í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Reglur um styrki til verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks hjá Múlaþingi

Málsnúmer 202111090Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fjölskylduráði, dags. 26.11.2021, þar sem framlögð drög að reglum um styrki til verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks hjá Múlaþingi voru samþykktar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir afgreiðslu fjölskylduráðs þar sem framlögð drög að reglum um styrki til verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks hjá Múlaþingi voru samþykktar á fundi dags. 26.11.2021 og felur félagsmálastjóra að sjá til þess að koma þeim í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Vetrarþjónusta í dreifbýli og milli byggðakjarna

Málsnúmer 202011098Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi heimastjórnar Borgarfjarðar, dags. 06.12.2021, þar sem því er m.a. beint til sveitarstjórnar að því verði komið á framfæri við stjórnvöld að fyrirkomulagi vetraropnunar á Borgarfjarðarvegi verði endurskoðað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Borgarfjarðar varðandi það að mikilvægt sé að samgöngur séu tryggðar innan sveitafélagsins alla daga vikunnar þegar slíkt er mögulegt. Jafnframt leggur sveitarstjórn Múlaþings áherslu á að Vegagerðinni verði heimilað að breyta þjónustuflokkun á vegum er liggja innan fjölkjarnasveitarfélaga. Sveitarstjóra falið að koma framangreindu á framfæri við fulltrúa Vegagerðarinnar og ráðherra samgöngumála.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson, Jakob Sigurðsson, Hildur Þórisdóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Berglind Harpa Svavarsdóttir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Borgarfjarðarvegur 94 - Borgarfjörður til Borgarfjarðarhafnar

Málsnúmer 202112020Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi heimastjórnar Borgarfjarðar, dags. 06.12.2021, þar sem því er beint til sveitarstjórnar að koma á framfæri við Vegagerðina áherslum heimastjórnar varðandi mikilvægi þess að farið verði í úrbætur og breikkun vegar er liggur frá Borgarfirði og út í höfn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Borgarfjarðar varðandi mikilvægi umræddra úrbóta og felur sveitarstjóra að koma fyrirliggjandi athugasemdum heimastjórnar á framfæri við fulltrúa Vegagerðarinnar og ráðherra samgöngumála

Til máls tóku: Vilhjálmur Jónsson, Jakob Sigurðsson, Eyþór Stefánsson og Björn Ingimarsson

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Tillaga að friðlýsingu verndarsvæðis norðan Dyrfjalla og náttúruvættisins Stórurðar.

Málsnúmer 202010446Vakta málsnúmer

Á fundi sveitarstjórnar 10.2. 2021 var heimastjórnum Fljótsdalshéraðs og Borgarfjarðar falið að tilnefna fulltrúa í nefndir og ráð og tengiliði við Umhverfisstofnun og Ferðafélag Fljótsdalshéraðs vegna framangreindra svæða (heimastjórn Fljótsdalshéraðs vegna Stórurðar og verndarsvæðis norðan Dyrfjalla og heimastjórn Borgarfjarðar vegna víknanna sunnan Borgarfjarðar).

Á fundum heimastjórna Borgarfjarðar og Fljótsdalshéraðs, dags. 06.12.2021, var samþykkt að leggja til að verkefnastjóri umhverfismála hjá sveitarfélaginu verði fulltrúi Múlaþings vegna verkefnisins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu heimastjórna Borgarfjarðar og Fljótsdalshéraðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að Freyr Ævarsson, verkefnastjóri umhverfismála Múlaþings, verði tengiliður sveitarfélagsins við Umhverfisstofnun og Ferðafélag Fljótsdalshéraðs varðandi verkefnið er snýr að friðlýsingu verndarsvæðis norðan Dyrfjalla og náttúruvættisins Stórurðar auk víkna sunnan Borgarfjarðar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Úthéraðsverkefni

Málsnúmer 202106106Vakta málsnúmer

Á fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 06.12.2021, var, í ljósi þess að tveir fulltrúar af fjórum hafa látið af störfum í starfshópi um Úthéraðverkefnið, lagt til við sveitarstjórn að nýir fulltrúar verði skipaðir í þeirra stað frá sveitarfélaginu. Jafnframt er lagt til að óskað verði eftir fulltrúum íbúa í starfshópinn, t.d. frá búnaðarfélögum í Hjaltastaðaþinghá, Hróarstungu og Jökulsárhlíð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í samræmi við bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 06.12.2021, samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að skipað verði á ný í starfshóp um Úthéraðsverkefnið í stað Aðalheiðar Bjartar Unnarsdóttur og Ingibjargar Jónsdóttur. Skipað verði í starfshópinn að höfðu samráði við búnaðarfélögin í Hjaltastaðaþinghá, Hróarstungu og Jökulsárhlíð og er heimastórn Fljótsdalshéraðs falin framkvæmd málsins.

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Aðalskipulagsbreyting, Álfaás á Völlum

Málsnúmer 202108068Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 05.01.2022, þar sem því er vísað til sveitarstjórnar að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna Álfaás á Völlum verði samþykkt.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í samræmi við ákvæði 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir sveitarstjórn Múlaþings, að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs, fyrirliggjandi skipulagsáætlun varðandi breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna Álfaás á Völlum. Skipulagsfulltrúa falið að koma framangreindri afgreiðslu á framfæri við þar til bæra aðila.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

11.Umsókn um lóð, Bakkavegur 0, Borgarfjörður

Málsnúmer 202111223Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 05.01.2022, þar sem því er vísað til sveitarstjórnar að ákvörðun verði tekin um að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 varðandi breytingu á landnotkun vegna nýrrar lóðar er nefnd hefur verið Bakkavegur 0.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 er snýr að breytingu á skilgreindri landnotkun nýrrar lóðar er nefnd hefur verið Bakkavegur 0. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd verksins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

12.Skýrslur heimastjórna

Málsnúmer 202012037Vakta málsnúmer

Formenn heimastjórna fóru yfir helstu málefni sem verið hafa til umfjöllunar hjá viðkomandi heimastjórn og kynntu fyrir sveitarstjórn.

13.Byggðaráð Múlaþings - 40

Málsnúmer 2112008FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

14.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 41

Málsnúmer 2112011FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Þröstur Jónsson v/liðar 4, Stefán Bogi Sveinsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson,Þröstur Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir v/liðar 2 og 4, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Eyþór Stefánsson v/liðar 4 og 6 og bar upp fyrirspurn, Stefán Bogi Sveinsson sem svaraði fyrirspurn Eyþórs, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Þröstur Jónsson, Gauti Jóhannesson, Hildur Þórisdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Hildur þórisdóttir bar upp fyrirspurn, Helgi Hlynur Ásgrímsson sem svaraði fyrirspurn Hildar, Gauti Jóhannesson sem bar upp fyrirspurn og Helgi Hlynur Ásgrímsson sem svaraði fyrirspurn Gauta.

Lagt fram til kynningar.
Stefán Bogi Sveinsson hvað sér hljóðs um stjórn fundarins.

15.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 42

Málsnúmer 2112020FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

16.Fjölskylduráð Múlaþings - 34

Málsnúmer 2112013FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Ásdís Hafrún Benediktsdóttir sem bar upp fyrirspurn, Elvar Snær kristjánsson sem svaraði fyrirspurn.

Lagt fram til kynningar.

17.Heimastjórn Borgarfjarðar - 18

Málsnúmer 2112006FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

18.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 18

Málsnúmer 2112005FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

19.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 16

Málsnúmer 2112003FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Ásdís Hafrún Benediktsdóttir sem bar upp fyrirspurn og Vilhjálmur Jónsson sem svaraði fyrirspurn.

Lagt fram til kynningar.

20.Heimastjórn Djúpavogs - 21

Málsnúmer 2112004FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

21.Ungmennaráð Múlaþings - 10

Málsnúmer 2112012FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

22.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitastjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hann hefur unnið að undanförnu og þau verkefni sem eru framundan.

Fundi slitið - kl. 17:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?