Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

18. fundur 06. desember 2021 kl. 14:00 - 16:30 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Alda Marín Kristinsdóttir
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson
Fundargerð ritaði: Eyþór Stefánsson formaður heimastjórnar

1.Uppbygging atvinnuhúsnæðis á Borgarfirði

Málsnúmer 202112019Vakta málsnúmer

Heimastjórn gerði könnun síðsumars þar sem skoðuð var þörf fyrir uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Borgarfirði. Fyrir liggur minnisblað um niðurstöðu hennar. Ljóst er að þörf fyrir atvinnuhúsnæði er til staðar.

Í því samhengi hefur verið skoðuð breytt nýting á núverandi húsnæði Björgunarsveitar, Slökkviðliðs og endurvinnslu (Heiðin). Tilefnið er m.a. aukin húsnæðisþörf björgunarsveitar og minnisblað frá Húsnæðis - og Mannvirkjastofnun vegna húsnæðisaðstöðu slökkviliðsins. Myndaður var rýnihópur hagsmunaaðila sem fundað hefur einu sinni um málið og fyrir heimastjórn lá fundargerð hópsins. Þar var lögð fram sú tillaga að skoða hvort Björgunarsveitin Sveinungi myndi kaupa aukna hlutdeild í Heiðinni af sveitarfélaginu sem flytja myndi þá starfsemi sem þyrfti að víkja yfir í nýtt atvinnuhúsnæði.

Heimastjórn fellst á tillögu rýnihópsins og beinir því til byggðaráðs Múlaþings með hvaða hætti sveitarfélagið geti stuðlað að uppbyggingu atvinnuhúsnæðis á svæðinu t.d. með niðurfellingu gatnagerðargjalda. Formanni falið að vinna málið áfram ásamt því að boða til fundar hagsmunaaðila um málið.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

2.Borgarfjarðarvegur 94 - Borgarfjörður til Borgarfjarðarhafnar

Málsnúmer 202112020Vakta málsnúmer

Umferðaröryggi á vegkaflanum frá Borgarfirði til Borgarfjarðarhafnar, í daglegu tali nefndur Hafnarvegur, er vegna aukinnar umferðar ferðamanna verulega ábótavant. Vegurinn er mjór og á háannatíma er þar talsverð umferð stórra ökutækja. Óhöpp hafa orðið þar sem erfitt er að mætast. Þær úrbætur sem gerðar voru á veginum 2018 voru af hinu góða en ljóst er að frekari úrbóta er þörf.

Heimastjórn skorar á Vegagerðina að fara án tafar í úrbætur og breikkun á Hafnarveginum og vísar því til sveitarstjórnar að koma því á framfæri.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Friðlýsingar í Borgarfirði

Málsnúmer 202112021Vakta málsnúmer

Samkvæmt samþykkt um stjórn Múlaþings fara heimastjórnir með verkefni náttúruverndarnefnda skv. 14.gr. laga um náttúruvernd. Á fund heimastjórnar mættu Steinar Kaldal og Guðríður Þorvarðardóttir frá Umhverfisráðuneytinu sem fræddu heimastjórnarfólk um friðlýsingar.

Lagt fram til kynningar

Gestir

  • Steinar Kaldal - mæting: 14:30
  • Guðríður Þorvarðardóttir - mæting: 14:30

4.Umsögn vegna jarðarkaupa - Stakkahlíð

Málsnúmer 202112022Vakta málsnúmer

Beiðni barst frá Ólafi Aðalsteinssyni um umsögn frá heimastjórn vegna mögulegra kaupa hans á jörðinni Stakkahlíð í Loðmundarfirði.

Heimastjórn felur formanni að afla frekari upplýsinga um málið og semja umsögn í takt við umræður á fundinum í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Vetrarþjónusta í dreifbýli og milli byggðakjarna

Málsnúmer 202011098Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar vill ítreka ósk sína um endurskoðun á fyrirkomulagi vetraropnunar á Borgarfjarðarvegi nr. 94. Heimastjórn bendir á að ótækt sé að samgöngur séu ekki tryggðar innan sveitarfélags. Mikilvægt er fyrir íbúa sem sækja vinnu til og frá Borgarfirði og atvinnurekendur á svæðinu að hægt sé að komast ferða sinna alla daga vikunnar.

Heimastjórn beinir því til sveitarstjórnar Múlaþings að koma ofangreindu á framfæri og hún þrýsti á stjórnvöld um að heimila Vegagerðinni að breyta þjónustuflokkum á vegum sem liggja innan fjölkjarna sveitarfélaga. Þá óskar heimastjórn jafnframt eftir kostnaðarmati frá Vegagerðinni hvað þjónustuaukning myndi kosta.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Tillaga að friðlýsingu verndarsvæðis norðan Dyrfjalla og náttúruvættisins Stórurðar.

Málsnúmer 202010446Vakta málsnúmer

Á fundi sínum 10.febrúar 2021 samþykkti sveitarstjórn að viðkomandi heimastjórnum verði falið að tilnefna fulltrúa í nefndir og ráð og tengiliði við Umhverfisstofnun og Ferðafélag Fljótsdalshéraðs vegna framangreindra svæða (heimastjórn Fljótsdalshéraðs vegna Stórurðar og Verndarsvæðis norðan Dyrfjalla þegar það hefur verið stofnað og heimastjórn Borgarfjarðar vegna víknanna sunnan Borgarfjarðar).

Tillaga liggur fyrir um að tilnefna Frey Ævarsson, verkefnisstjóra umhverfismála, sem fulltrúa sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti reglulegi fundur Heimastjórnar Borgarfjarðar er 10. janúar 2022 næstkomandi kl. 14:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 fimmtudaginn 6. janúar 2022. Erindi skal senda á netfangið jon.thordarson@mulathing.is, eythor.stefansson@mulathing.is eða bréfleiðis til Hreppsstofu.

Fyrirhugaðir fundir heimastjórnar á árinu 2022 verða haldnir: 10. janúar, 1. febrúar, 1. mars, 4. apríl og síðasti fundur núverandi heimastjórnar verður 2. maí.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?