Fara í efni

Umsókn um breytt lóðamörk, Tjarnarás 6

Málsnúmer 202112071

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 41. fundur - 15.12.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá lóðarhafa að Tjarnarási 6 um stækkun lóðarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að stækkun lóðarinnar verði kynnt með lóðablaði fyrir eigendum aðliggjandi lóðar, Tjarnarási 8, og þeim gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 46. fundur - 16.02.2022

Tekin er fyrir að nýju umsókn um stækkun lóðarinnar Tjarnarás 6 (L157997) á Egilsstöðum. Áformin voru kynnt nágrönnum í samræmi við bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 15. desember 2021, og engar athugasemdir gerðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um stækkun lóðarinnar að Tjarnarási 6 og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?