Fara í efni

Framkvæmdir á íþróttavelli Seyðisfjarðar

Málsnúmer 202112113

Vakta málsnúmer

Öldungaráð Múlaþings - 3. fundur - 16.12.2021

Öldungaráð hefur tekið til umfjöllunar munnlegt erindi frá Félagi eldri borgara á Seyðisfirði sem óskar eftir því að fá sérstaka kynningu á skipulagi fyrirhugaðra byggingaframkvæmda á íþróttavelli bæjarins. Eldri borgara óska eftir frekari kynningu á þeim byggingum sem ætlaðar eru fyrir eldri borgara á svæðinu. Öldungaráð vill koma þeirri ósk á framfæri við Skipulags- og umhverfissvið með ósk um að haldinn verði kynningarfundur á Seyðisfirði, sérstaklega ætlaður félagsmönnum í Félagi eldri borgara á Seyðisfirði.
Getum við bætt efni þessarar síðu?