Fara í efni

Öldungaráð Múlaþings

3. fundur 16. desember 2021 kl. 12:00 - 14:30 Félagsmiðstöð FEB á Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Einfríður Árnadóttir aðalmaður
  • Eyþór Elíasson aðalmaður
  • Jóhann Björn Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
Upphaf fundar var heimsókn til Félags eldri borgara á Seyðisfirði þar sem skoðuð var aðstaða félagsins og starfsemi.

1.Aðalskipulagsbreyting, Egilsstaðir, íþróttasvæði

Málsnúmer 202109040Vakta málsnúmer

Öldungaráð Múlaþings vill hér með koma á framfæri athugasemdum til sveitarstjórnar Múlaþings og þeirra nefnda sem um málið fjalla, að með fyrirhugaðri breytingu á aðalskipulagi á svæðinu norðan Dyngju á Egilsstöðum, skerðist það svæði, sem heilbrigðisstofnunum á Egilsstöðum hefur verið ætlað til frekari þróunar og stækkunar. Öldungaráð telur óráðlegt að hamla þannig starfsemi heilbrigðisþjónustu á Hérað til langrar framtíðar. Nú þegar er greinilega þörf á auknu hjúkrunarrými og áhugi er hjá eldri borgurum að byggðar verði íbúðir fyrir aldraða einmitt á þessu svæði sbr. samþykkt ráðsins á síðasta fundi þann 21. október 2021. Mikil þörf er nú þegar til staðar á að eldri borgurum gefist kostur á hentugum íbúðum og þar með að losa stærri íbúðir sem orðnar er alltof stórar fyrir þá einstaklinga sem þar búa og vilja minnka við sig. Það er augljóst hagræði í því að ætla þessu húsnæði pláss á umræddu svæði til að samnýta sem best þá þjónustu sem þar verður að fá og lágmarka ferðaþjónustu, sem eldri borgarar þurfa á að halda.

2.Framkvæmdir á íþróttavelli Seyðisfjarðar

Málsnúmer 202112113Vakta málsnúmer

Öldungaráð hefur tekið til umfjöllunar munnlegt erindi frá Félagi eldri borgara á Seyðisfirði sem óskar eftir því að fá sérstaka kynningu á skipulagi fyrirhugaðra byggingaframkvæmda á íþróttavelli bæjarins. Eldri borgara óska eftir frekari kynningu á þeim byggingum sem ætlaðar eru fyrir eldri borgara á svæðinu. Öldungaráð vill koma þeirri ósk á framfæri við Skipulags- og umhverfissvið með ósk um að haldinn verði kynningarfundur á Seyðisfirði, sérstaklega ætlaður félagsmönnum í Félagi eldri borgara á Seyðisfirði.

Fundi slitið - kl. 14:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?