Fara í efni

Reglur byggðar á 7. grein reglurgerðar um fasteignaskatt nr. 1160 frá 2005

Málsnúmer 202112192

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 41. fundur - 18.01.2022

Fyrir liggur minnisblað um drög að reglum sem byggðar eru á 7. grein reglugerðar um fasteignaskatt nr. 1160/2005.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn Múlaþings að fyrirliggjandi drög að reglum um styrki vegna fasteigna þar sem rekin er, án þess að vera í ágóðaskyni, menningar-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf. Skrifstofustjóra Múlaþings verði falið að sjá til þess að reglurnar verði kynntar með viðunandi hætti.

Samykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 20. fundur - 09.02.2022

Fyrir lá bókun frá fundi byggðaráðs, dags. 18.01.2022, þar sem lagt er til að sveitarstjórn Múlaþings samþykki fyrirliggjandi drög að reglum um styrki vegna fasteigna þar sem rekin er, án þess að vera í ágóðaskyni, menningar-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir, að tillögu byggðaráðs, fyrirliggjandi drög að reglum um styrki vegna fasteigna þar sem rekin er, án þess að vera í ágóðaskyni, menningar-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf. Skrifstofustjóra Múlaþings er falið að sjá um kynningu reglnanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?