Fara í efni

Umsókn um lóð, Fjóluhvammur 4a og 4b

Málsnúmer 202112200

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 42. fundur - 05.01.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um lóðirnar Fjóluhvammur 4a og 4b í Fellabæ dagsett 20.12.2021. Á svæðinu er í gildi deiliskipulag sem gerir ráð fyrir parhúsi en sótt er um heimild til að byggja þar einbýlishús.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að veita umsækjendum vilyrði fyrir lóðinni og heimilar þeim að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Lóðinni verður úthlutað til umsækjenda þegar skipulagsbreyting hefur tekið gildi. Málið verður lagt fyrir umhverfis- og framkvæmdaráð að nýju þegar tillaga að breytingu á deiliskipulagi liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?