Fara í efni

Umsókn um lóð, Vallargata 2, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202201005

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 43. fundur - 19.01.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn dags. 30.12.2021 um lóðina Vallargata 2 á Seyðisfirði frá Leigufélaginu Bríet ehf. Lóðarhafa hefur áður verið úthlutað lóðunum Vallargata 1 og 3 en hyggst skila þeim inn í stað þessarar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá úthlutun lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 49. fundur - 16.03.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur sameiginlegt erindi, dagsett 9. mars 2022, frá Leigufélaginu Bríet ehf. og MVA ehf. þar sem óskað er eftir niðurfellingu eða lækkun á gatnagerðargjaldi vegna lóðarinnar Vallargata 2 á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð áréttar að gatnagerðargjöld eru sá tekjustofn sem sveitarfélögum er ætlaður til að standa straum af kostnaði við gatnagerð, sem getur verið verulegur þegar um er að ræða ný byggingarsvæði líkt og hér um ræðir. Að því sögðu telur ráðið afar brýnt að sem fyrst verði ráðist í byggingarframkvæmdir við Vallargötu sem svarað geta brýnni þörf á Seyðisfirði, ekki síst fyrir leiguhúsnæði eins og hér eru áform um að byggja. Ráðið tekur því jákvætt í erindið og felur formanni ráðsins og framkvæmda- og umhverfismálastjóra að móta tillögu að því hvernig bregðast megi við því, sem lögð verði fyrir næsta fund ráðsins til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 50. fundur - 23.03.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur sameiginlegt erindi, dagsett 9. mars 2022, frá Leigufélaginu Bríet ehf. og MVA ehf. þar sem óskað er eftir niðurfellingu eða lækkun á gatnagerðargjaldi vegna lóðarinnar Vallargata 2 á Seyðisfirði.
Erindið var áður til umfjöllunar hjá ráðinu 16. mars síðast liðinn þar sem afgreiðslu þess var frestað til næsta fundar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar til ákvörðunar ráðsins undir lið 10 í þessari fundargerð þar sem samþykkt hefur verið að veita 80% afslátt af gatnagerðargjöldum, meðal annars af lóðinni Vallargötu 2.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 56. fundur - 10.06.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Leigufélaginu Bríet ehf. dagsett 25. maí 2022 þar sem óskað er eftir því að samstarfsaðili félagsins, MVA ehf., taki við lóðinni að Vallargötu 2 á Seyðisfirði og verði skráður sem lóðarhafi hennar.
Leigufélaginu var úthlutað lóðinni á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 19. janúar síðast liðinn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni um að MVA ehf. verði nýr lóðarhafi Vallargötu 2 á Seyðisfirði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?