Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

50. fundur 23. mars 2022 kl. 08:30 - 12:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Stefán Bogi Sveinsson formaður
 • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
 • Jakob Sigurðsson aðalmaður
 • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
 • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
 • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
 • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
 • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
 • Sóley Valdimarsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdarsviði
Í upphafi fundar bar formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs upp tillögu þess efnis að máli nr. 202101232 - Afslættir af gatanagerðargjöldum í Múlaþingi, yrði bætt við dagskrá fundarins.
Tillagan var samþykkt samhljóða og uppfærðist röð fundarmála samkvæmt því.

1.Skýrsla framkvæmda- og umhverfismálastjóra

Málsnúmer 202203147Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri veitti upplýsingar um breytingar á starfsmannahaldi, stöðu byggingarmála, viðhald gatna og kostnað við snjómokstur. Fram kom að allnokkur fjöldi mála liggur fyrir þar sem sveitarfélagið hefur lokið sinni yfirferð og samþykkt byggingaráform en ekki gefið út byggingarleyfi þar sem framkvæmdaaðilar hafa ekki skilað inn gögnum eða staðfestingar sem þurfa að liggja fyrir áður en leyfi eru gefin út.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð brýnir umsækjendur um byggingar- og framkvæmdaleyfi til þess að nýta tímann í aðdraganda vorsins vel til að ljúka undirbúningi og skila nauðsynlegum gögnum svo gefa megi leyfi út í tíma. Ráðið ítrekar að útgáfa byggingar- og framkvæmdaleyfa eru forsenda þess að heimilt sé að hefja framkvæmdir. Komi til þess að framkvæmdir verði hafnar án þess að fyrir liggi útgefið byggingar- eða framkvæmdaleyfi mun sveitarfélagið láta stöðva slíkar framkvæmdir þar til nauðsynleg leyfi liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Upplýsingafundur með Landsvirkjun

Málsnúmer 202203090Vakta málsnúmer

Inn á fundinn tengdust starfsmenn Landsvirkjunar og veittu upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins í sveitarfélaginu. Meðal annars var farið yfir gang mála við bakkavarnir í Lagarfljóti og farið yfir gildandi viðbragðsáætlanir komi til stíflurofs við Kárahnjúka eða annarsstaðar.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

 • Sindri Óskarsson - mæting: 09:15
 • Árni Óðinsson - mæting: 09:15

3.Umsókn um svæði til notkunar fyrir hestaíþróttir.

Málsnúmer 202110214Vakta málsnúmer

Formaður og varaformaður hestamannafélagsins Glampa á Djúpavogi tengdust inn á fundinn og kynntu hugmyndir um uppbyggingu á framtíðarsvæði fyrir hestaíþróttir á Djúpavogi.
Skipulagsfulltrúi, Sigurður Jónsson, og íþrótta- og æskulýðsstjóri Múlaþings, Bylgja Borgþórsdóttir, sátu fundinn undir þessum lið.

Umræðu um málið vísað til næsta fundar ráðsins.

Gestir

 • Þórhildur Katrín Stefánsdóttir - mæting: 10:15
 • Berglind Elva Gunnlausdóttir - mæting: 10:15

4.Aðalskipulagsbreyting, Egilsstaðir, íþróttasvæði

Málsnúmer 202109040Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að fjalla að nýju um útmörk skipulagssvæðis og skilgreiningu lands í tengslum við breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna nýs íþróttasvæðis á Egilsstöðum. Fyrir fundinum liggja fjórar mögulegar útfærslur frá skipulagsráðgjafa.
Skipulagsfulltrúi, Sigurður Jónsson, sat fundinn undir þessum lið.

Umræðu frestað til næsta fundar ráðsins.

5.Deiliskipulagsbreyting, Ferðaþjónusta í landi Klyppstaðs í Loðmundarfirði

Málsnúmer 202109103Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi í landi Klyppstaðar í Loðmundarfirði. Fyrir ráðinu liggur að fjalla um tillöguna og auglýsingu hennar.
Skipulagsfulltrúi, Sigurður Jónsson, sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi breyting á deiliskipulagi ferðaþjónustu í landi Klyppstaðar í Loðmundarfirði verði auglýst samkvæmt 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Borgarfjarðar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Deiliskipulagsbreyting, norðvestur svæði, Egilsstaðir, Miðvangur 13

Málsnúmer 202109062Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur vinnslutillaga vegna breytinga á deiliskipulagi norðvestur svæðis á Egilsstöðum vegna breytinga á lóðamörkum við Miðvang 13.
Skipulagsfulltrúi, Sigurður Jónsson, sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga að breytingu á deiliskipulagi norðvestur svæðis á Egilsstöðum vegna breytinga á lóðamörkum við Miðvang 13 verði auglýst og kynnt í samræmi við 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Flokkun sorps á almenningssvæðum

Málsnúmer 202202146Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun frá Ungmennaráði Múlaþings sem samþykkt var á fundi 21. febrúar 2022 þar sem óskað var eftir upplýsingum frá ráðinu um stöðu máls er varðar flokkun sorps á almenningssvæðum. Einnig liggur fyrir fundinum minnisblað frá verkefnastjóra umhverfismála vegna málsins.
Verkefnastjóri umhverfismála, Freyr Ævarsson, sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu verkefnastjóra umhverfismála um kaup á flokkunartunnum fyrir opin svæði. Ráðið felur verkefnisstjóra að velja eitt svæði í hverjum byggðarkjarna, í samráði við garðyrkjustjóra og fulltrúa sveitarstjóra á hverjum stað, þar sem verkefnið verði hafið nú í sumar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Ósk um samráð um svæðið í heild við Skaga - Girðingar

Málsnúmer 202201171Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Skógræktarfélagi Seyðisfjarðar. Jafnframt fór framkvæmda- og umhverfismálastjóri yfir kynningu sem hún sótti hjá fyrirtækinu Yggdrasill Carbon sem er nýsköpunarfyrirtæki í sveitarfélaginu sem vinnur að tengingu kolefnisfjármála (carbon finance) við verkefni sem stuðla að minnkun losunar eða bindingu kolefnis úr andrúmslofti.

Málinu er frestað til næsta fundar ráðsins.

9.Innsent erindi, fyrirspurn um lóð

Málsnúmer 202203156Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur fyrirspurn um lóð frá Landstólpa ehf. Einnig liggja fyrir ráðinu gögn varðandi mögulega stækkun kirkjugarðsins á Egilsstöðum, sem gert hefur verið ráð fyrir í námundavið og á því svæði sem fyrirspurnin tekur til.

Málinu frestað til nsæta fundar ráðsins.

10.Afslættir af gatnagerðargjöldum í Múlaþingi

Málsnúmer 202101232Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka til umfjöllunar afslætti af lóðum við Vallargötu og Lækjargötu á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til fyrri afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 5. janúar, samþykkir ráðið að veittur verði tímabundinn 80% afsláttur af gatnagerðargjöldum eftirtalinna íbúðarlóða á Seyðisfirði.

Lækjargata 1, 2, 3 og 5, Vallargata 1, 2, 3, 4 og 6.

Forsenda fyrir veitingu afsláttar er sem fyrr að sýnt sé að ekki komi til verulegs kostnaðar sveitarfélagsins við gatnagerð svo unnt verði að byggja á viðkomandi lóðum. Þar sem sveitarfélagið hefur samið um sérstök framlög til húsnæðisverkefna, svo sem stofnframlög eða annað sambærilegt, skal afsláttur þessi teljast framlag.

Afslátturinn gildir fyrir árið 2022.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um niðurfellingu gatnagerðargjalda, Vallargata 2, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202201005Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur sameiginlegt erindi, dagsett 9. mars 2022, frá Leigufélaginu Bríet ehf. og MVA ehf. þar sem óskað er eftir niðurfellingu eða lækkun á gatnagerðargjaldi vegna lóðarinnar Vallargata 2 á Seyðisfirði.
Erindið var áður til umfjöllunar hjá ráðinu 16. mars síðast liðinn þar sem afgreiðslu þess var frestað til næsta fundar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar til ákvörðunar ráðsins undir lið 10 í þessari fundargerð þar sem samþykkt hefur verið að veita 80% afslátt af gatnagerðargjöldum, meðal annars af lóðinni Vallargötu 2.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um fjöleignarhús (gæludýrahald), 57. mál

Málsnúmer 202203097Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur til umsagnar frá velferðarnefnd Alþingis frumvarp til laga um fjöleignarhús (gæludýrahald), 57. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 23. mars.

Lagt fram til kynningar.

13.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um eignarráð og nýtingu fasteigna (óskipt sameign, landamerki o.fl.), 16. mál.

Málsnúmer 202203110Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur til umsagnar frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis frumvarp til laga um eignarráð og nýtingu fasteigna (óskipt sameign, landamerki o.fl.), 16. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 24. mars.

Lagt fram til kynningar.

14.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Múlaþings - 16

Málsnúmer 2203011FVakta málsnúmer

Fundargerð frá 16. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Múlaþings lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?